Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. mars 2024 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliði Man City leggur skóna á hilluna eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Steph Houghton, fyrirliði Manchester City á Englandi, leggur skóna á hilluna eftir þetta tímabil en hún greindi frá ákvörðun sinni í dag.

Houghton, sem verður 36 ára í apríl, hefur spilað fyrir Leeds, Arsenal og Manchester City á ferli sínum.

Hún hefur unnið ensku deildina þrisvar sinnum, bikarinn fimm sinnum og deildabikarinn sjö sinnum.

Miðvörðurinn spilaði þá 121 landsleik fyrir England og skoraði 13 mörk, en hún bar meðal annars fyrirliðabandið er þjóðin hafnaði í þriðja sæti heimsmeistaramótsins árið 2015.

„Það er engin auðveld leið til að segja þetta en ég mun leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Það var ótrúlega erfitt að taka þessa ákvörðun og það er ekkert auðveldara að segja þetta upphátt, þó aldurinn vissulega nái öllum á endanum. Fótbolti hefur verið líf mitt, ástríða og hef ég elskað þennan feril sem ég hef átt,“ sagði Houghton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner