Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. mars 2024 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Man City búið að ná samkomulagi um kaup á 14 ára undrabarni
Mynd: CONCACAF
Manchester City hefur náð samkomulagi við bandaríska félagið Philadelphia Union um kaup á hinum 14 ára gamla Cavan Sullivan en þetta segir hinn afar áreiðanlegi blaðamaður Tom Bogert á X í kvöld.

Sullivan er talinn sá allra efnilegasti í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Á dögunum spilaði hann sinn fyrsta meistaraflokksleik er hann kom inn af bekknum með varaliði Union.

Man City hefur síðustu vikur verið í viðræðum við Union um kaup á leikmanninum og er nú samkomulag í höfn.

Athletic segir frá því að Man City ætlaði að kaupa hann og senda hann síðan til belgíska félagsins Lommel á láni þegar hann yrði 16 ára gamall, en Union sannfærði Man City um að fá að halda honum til 18 ára aldurs.

Á næstu dögum mun hann skrifa undir atvinnumannasamning við Union, sem gefur honum leyfi til að spila með aðalliðinu en samningurinn verður einn sá verðmætasti í sögunni. Það hefur hins vegar engin áhrif á yfirvofandi félagaskipti hans til Man City.

Sullivan var hluti af 15 ára landsliði Bandaríkjanna sem vann CONCACAF-keppnina á síðasta ári og var valinn besti leikmaður mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner