Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. mars 2024 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður Brasilíu eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Brasilíski markvörðurinn Bento mun væntanlega færi sig yfir í evrópska boltann í sumar en þetta segir Globo Esporte í dag.

Bento er 24 ára gamall og stóð í marki brasilíska landsliðsins í fjarveru þeirra Ederson og Alisson í landsliðsverkefninu á dögunum.

Hann er á mála hjá Athletico Paranaense í heimalandinu en það eru allar líkur á því að hann færi sig yfir til Evrópu í sumar.

Globo Esporte greinir frá því að hann sé ofarlega á lista hjá Chelsea. Enska félagið ætlar að losa sig við Kepa Arrizabalaga í sumar og vill þá fá annan mann til að berjast við Robert Sanchez um markvarðarstöðuna.

Nottingham Forest og Wolves eru einnig sögð hafa mikinn áhuga á Bento og þá er ítalska toppliðið Inter einnig í viðræðum við umboðsmenn markvarðarins.

Athletico hefur þegar hafnað 15 milljóna evra tilboði í leikmanninn en umboðsmaður hans mun ræða við brasilíska félagið á næstu dögum til ákveða næstu skref.
Athugasemdir
banner
banner