Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 27. mars 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umspilið er ekki okkar vinur
Icelandair
Úr leik Íslands og Úkraínu í gær.
Úr leik Íslands og Úkraínu í gær.
Mynd: Mummi Lú
Í sturtu með þig!
Í sturtu með þig!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þreytt dæmi.
Þreytt dæmi.
Mynd: Getty Images
Úr leik Íslands og Portúgals í október 2022.
Úr leik Íslands og Portúgals í október 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það er óhætt að segja að íslensku landsliðin hafi ekki komið vel út úr umspili að undanförnu.

Íslenska karlalandsliðið tapaði í gær gegn Úkraínu í úrslitaleik í umspil á sæti á Evrópumótinu. Er þetta í þriðja sinn þar sem íslenska liðið er nálægt því að komast á stórmót en tekst það ekki á grátlegan hátt.

Umspilið fyrir HM 2014
Það voru breyttir tímar hjá landsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback tóku við. Í þeirra fyrstu undankeppni lenti Ísland í öðru sæti í sínum riðli á eftir Sviss og fór því í umspil þar sem mótherjinn var að sjálfsögðu Króatíu. Það var spilað heima og að heiman, en í heimaleiknum var niðurstaðan markalaust jafntefli í miklu frosti.

Í útileiknum virtust hlutirnir vera að falla með okkur þegar Mario Mandzukic fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu. „Köld sturta og engin sápa," kallaði Guðmundur Benediktsson sem lýsti leiknum. Staðan var 1-0 þegar rauða spjaldið kom en Ísland þurfti þá bara eitt mark til að tryggja sig inn á HM, en í staðinn skoraði Króatía annað mark fljótlega eftir rauða spjaldið. Súrt tap, vægast sagt en þetta var byrjunin á einhverju góðu.

Umspilið fyrir EM 2020
Það er leikur sem undirritaður vill helst ekki mikið vera að rifja upp, svo ógeðslegur var hann. Leikið var gegn Ungverjalandi í úrslitaleik, rétt eins og í gær. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik og leiddi Ísland lengst af. En seint í leiknum jafnaði Ungverjaland og skoraði Dominik Szoboszlai á lokasekúndum leiksins. Alveg með eindæmum ógeðslegt.

Umspilið fyrir EM 2024
Ísland vann frábæran sigur gegn Ísrael til að komast í úrslitaleikinn og rétt eins og gegn Ungverjalandi þá lifðu Íslendingar í draumalandi lengi vel gegn Úkraínu. Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir með stórkostlegu marki og leiddi Ísland 1-0 í fyrri hálfleik. En í seinni hálfleiknum kom Úkraína til baka og vann að lokum 2-1. Ekki eins ógeðslegt og gegn Ungverjalandi, en samt.

Umspilið fyrir HM kvenna 2023
Þá spilaði íslenska kvennalandsliðið umspilsleik gegn Portúgal um að komast inn á HM sem fram fór síðasta sumar. Kvennalandsliðið hefði getað komist inn á HM í fyrsta sinn en það tókst ekki gegn portúgölsku liði sem var lægra skrifað en við. Það var lélegur leikur af hálfu íslenska liðsins en Stephanie Frappart, dómari leiksins, var sú lélegasta á vellinum. Leikur sem fór í framlengingu en þar hafði Portúgal betur.

Á síðustu árum hefur umspilið svo sannarlega ekki verið vinur okkar. Frá því karlalandsliðið fór á EM 2016 þá hafa liðin okkar alltaf farið á stórmót í gegnum undanriðilinn. Það er svo sannarlega best að forðast þetta bévítans umspil.
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner