Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Barca aftur gegn Chelsea í undanúrslitum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Barcelona 3 - 1 Brann (5-2 samanlagt)
1-0 Aitana Bonmati ('24)
2-0 Fridolina Rolfo ('56)
2-1 Tomine Svendheim ('70)
3-1 Patricia Guijarro ('88)

Barcelona er búið að tryggja sig áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar munu meistararnir ríkjandi reyna að verja titilinn eftirsótta.

Aitana Bonmati, Fridolina Rolfo og Patricia Guijarro skoruðu mörkin í þægilegum sigri á heimavelli gegn Brann í kvöld, eftir 1-2 sigur í fyrri leiknum í Noregi.

Hin efnilega Tomine Svendheim skoraði eina mark Brann í kvöld og sat Natasha Moraa Anasi allan tímann á bekknum.

Yfirburðir Börsunga voru algjörir, líkt og í fyrri leiknum, og urðu lokatölurnar 3-1 á heimavelli.

Barcelona mætir því Chelsea í undanúrslitum líkt og í fyrra, en þá hafði Barcelona betur 2-1 í heildina þökk sé mörkum frá Caroline Graham Hansen.
Athugasemdir
banner