Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. mars 2024 15:27
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle styður við bakið á Tonali
Mynd: EPA
Newcastle United hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ákæru enska fótboltasambandsins gegn ítalska miðjumanninum Sandro Tonali, en hann er ásakaður um að hafa brotið veðmálareglur sambandsins í byrjun tímabilsins.

Enska fótboltsambandið greindi frá kærunni í dag en Tonali á að hafa sett inn 50 veðmál frá ágúst til október á síðasta ári.

Í október var Tonali dæmdur í tíu mánaða bann fyrir alvarleg brot á veðmálareglum ítalska fótboltasambandsins, en hann veðjaði á leiki AC Milan, félagið sem hann spilaði fyrir á þeim tímanum.

Hann verður ekki meira með á þessu tímabili og missir af Evrópumótinu í sumar en gæti farið svo að hann missi líka af hluta af næsta tímabili.

Enska sambandið greindi frá ákæru sinni í dag og hefur Tonali til 5. apríl að svara henni. Newcastle United hefur nú tjáð sig um þessar ásakanir, en leikmaðurinn mun njóta stuðnings frá félaginu í þessu ferli.

„Newcastle hefur meðtekið kæru á hendur Sandro Tonali vegna gruns um að hafa brotið veðmálareglur enska sambandsins. Sandro mun halda áfram að veita aðstoð sína við rannsóknina og nýtur hann fulls stuðnings frá félaginu. Sandro og Newcastle United geta ekki tjáð sig frekar, þar sem málið er enn í ferli,“ segir í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner