Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. júlí 2014 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Andri Júlíusson í ÍA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn, Andri Júlíusson er kominn heim á Skagann. Hann hefur leikið í Noregi undanfarin tvö ár með norska félaginu Staal en er nú kominn með leikheimild með ÍA í 1. deildinni.

Andri mun leika með ÍA fram í lok ágúst en þá fer hann aftur út til Noregs.

Andri lék síðast hér heima með Fram í Pepsi-deildinni 2011. Hann lék með ÍA frá 2005 til 2010 að undanskyldu hálfu sumri 2008 þegar hann lék með KA.

Hann á að baki 125 meistaraflokksleiki hér á Íslandi og skorað í þeim 32 mörk. Andri ætti að styrkja leikmannahóp ÍA töluvert í baráttunni sem framundan er hjá liðinu í 1. deildinni.

Liðið er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig, jafn mörg stig og Þróttur í 3. sætinu. Fyrsti leikur Andra gæti verið á miðvikudaginn þegar ÍA fer til Ólafsvíkur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner