Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 29. mars 2024 13:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso áfram hjá Leverkusen (Staðfest)
Mynd: EPA

Xabi Alonso stjóri Leverkusen hefur tekið ákvörðun um að vera áfram hjá Leverkusen en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool og Bayern að undanförnu.


„Það hafa verið miklar vangaveltur um framtíð mína, við höfum verið uppteknir og einbeittir og ég vildi fá landsleikjahléið til að skoða þetta betur. Ég átti góða fundi með þeim sem taka ákvarðanirnar og hef ákveðið að vera áfram hjá Bayer Leverkusen," sagði Alonso á fréttamannafundi rétt í þessu.

„Mér líður eins og þetta sé rétti staðurinn, verki mínu er ekki lokið hér."

Hann er samningsbundinn Leverkusen til 2026 en greint hefur verið frá því að það verði hægt að virkja söluákvæði í samningi hans sumarið 2025 en hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid.

Alonso hefur verið að gera stórkostlega hluti með Leverkusen á þessari leiktíð en liðið er á toppi þýsku deildarinnar og er ósigrað. Liðið er komið í undanúrslit þýska bikarsins þar sem liðið mætir Ísak Bergmann og félögum í Dusseldorf.

Þá er liðið í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir West Ham.


Athugasemdir
banner
banner