Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 30. maí 2015 11:30
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: SkySports 
Tim Sherwood: Arsene Wenger er frábær
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, knattspyrnustjóri Aston Villa hrósar Arsene Wenger í viðtali við SkySports fyrir störf hans hjá Arsenal

Sherwood og Wenger leiða saman lið sín í leik dagsins, sem markar síðasta leik tímabilsins í ensku knattspyrnunni í ár, en það er sjálfur úrslitaleikur FA bikarsins sem er á milli Arsenal og Aston Villa en hann hefst klukkan 16:30.

Arsenal vann bikarmeistaratitilinn í fyrra með dramatískum 3-2 sigri gegn Hull City, en það var fyrsti titill Wenger og félaga í heil níu ár.

„Þú verður að vera varkár yfir þvi hvers þú óskar þér sem stuðningsmaður. Fyrir mér hefur hann unnið frábæra vinnu. Ef þú gengur að stjórnarformanni og formanni hvers einasta knattspyrnuliðs þá vilja allir einn Wenger."

„Kannski eru Chelsea og City undantekningar því þeir eiga skrilljónir af pundum til að henda í félagið. Ef þú vilt rekstur sem stendur undir sér og einhvern til að reka það, þá er Wenger frábær fyrirmynd fyrir það."

„Það gerir mig brjálaðan ef einhver sem hefur aldrei verið í þessum sporum kemur sér inn í þau og þykist vera sérfræðingurinn. Það er pínu strangt og þeir vita ekki hvernig það er. Það er ómögulegt fyrir þá að vita."

„Þegar þu stígur fyrst í þessi spor þá er það allar væntingar knattspyrnuliðsins. Ég held að enginn ætti að gagnrýna Arsene Wenger. Þú getur gagnrýnt mig eins og þú vilt. Mér finnst það pínu ríkt að gagnrýna Wenger. Hann er frábær stjóri,"
segir Sherwood.

Aston Villa vinnur sinn fyrsta FA Cup titil síðan 1957 með sigri á Arsenal í dag. Ef Arsenal vinnur, þá verður það tólfti bikarmeistaratitill liðsins, en Arsenal er í dag sigursælasta knattspyrnufélag Englands í FA Cup með ellefu titla, en þeir deila þeim titlafjölda með Manchester United.

Þá verður þetta bikarmeistaratitill númer sex hjá Arsene Wenger ef Arsenal sigrar þennan leik, en þá jafnar hann met Gordon Ramsey, sem stýrði Aston Villa árin 1884-1926, eða í 42 ár. Wenger vann bikarmeistaratitilinn með Arsenal árin 1998, 2002, 2003, 2005, 2014.

Fimm bikarmeistaratitla eiga einnig Sir Alex Ferguson (Man Utd) og Thomas Mitchell (Blackburn Rovers) en sá síðarnefndi stýrði Blackburn árin 1884-1896 og vann bikarinn árin 1884, 1885, 1886, 1890 & 1891.
Athugasemdir
banner
banner