Knattspyrna er liðsíþrótt hvar keppt er til sigurs. Sigur er alltaf markmið keppnisíþrótta.
Meira »
Knattspyrna er liðsíþrótt hvar keppt er til sigurs. Sigur er alltaf markmið keppnisíþrótta.
Meira »
Ísland hefur aldrei náð að leggja Írland á fótboltavellinum. Vonandi verður breyting á því í kvöld þegar liðin eigast við hér í Dublin.
Meira »
Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu í sumar hefst formlega á morgun þegar leikinn verður vináttulandsleikur gegn Írum hér í Dublin. Ljóst er að byrjunarlið Íslands gegn Írum verður mikið breytt frá leiknum gegn Kosóvó.
Meira »
Kosóvó vonast til að leikurinn gegn Íslandi annað kvöld fari í sögubækurnar sem fyrsti sigurleikur landsliðsins í mótsleik eftir að það fékk inngöngu í FIFA.
Saga landsins Kosóvó litast af þjóðlegum deilum, pólitík og stríði. Eitthvað sem hefur óumflýjanlega snert fótboltann í landinu. Meira »
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, hljóp illa á sig í viðtali við Fréttatímann í morgun. Sigurður Ragnar skaut þar föstum skotum á Frey Alexandersson núverandi landsliðsþjálfara kvenna og sakaði hann meðal annars um fordóma.
Meira »
Fótboltinn er miskunnarlaus og það sannaðist enn og aftur í gærkvöldi þegar Claudio Ranieri var látinn taka pokann sinn. Vald leikmanna er mikið og það voru leikmenn Leicester sem urðu til þess að vinalegi Ítalinn var látinn fara.
Meira »
Fótbolti er dásamleg íþrótt. 11 einstaklingar í flottu formi dásamlega hæfileikaríkir senda á milli sín leðurbolta sem verður stöðugt léttari og meðfærilegri. Stuttar og langar sendingar um allt, hratt knattrak hægri vinstri og nú gera menn þreföldu skærin á ferðinni töluvert hraðar en hraðklipparinn Denilson náði að gera sín hefðbundnu einföldu á sínum tíma með Real Betis og brasilíska landsliðinu. Mörk úr öllum áttum og alla unga knattspyrnuiðkendur dreymir um að verða gaurinn eða gellan sem skrúfa boltann í markvinkilinn og allir fagna.
Meira »
Í desember 2011 fór ég ásamt fimm vinum mínum (ótrúlega vandaður félagsskapur) til Blackburn á leik Blackburn Rovers og West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Ég man ómögulega hver okkar átti þessa fáránlegu hugmynd en ferðin var allavega eftirminnileg. Blackburn er ekki nafli alheimsins og miðarnir á völlinn nánast gefnir.
Meira »
Í gegnum söguna hafa margir bestu knattspyrnumenn heims verið frábærir bæði með bolta(knattstjórnun) og í 1v1 hreyfingum.
1v1 hreyfingar hafa oft verið taldar vera eitthvað sem “bestu leikmennirnir” finna hjá sjálfum sér og eitthvað sem þeir jafnvel fá í gjöf frá “almættinu” en aðrir ekki. Meira »
Sem áhugamaður um fótbolta er gaman að skoða stöðuna í þýsku deildinni um þessar mundir. Deildin hefur verið mjög óspennandi undanfarin ár, stórveldið Bayern München hefur unnið deildina 4 ár í röð og 13 af síðustu 20 titlum. En það kann að vera að nýtt nafn verði áletrað á meistarabikarinn næsta vor, og liðið sem margir binda vonir við var ekki til fyrir tíu árum síðan.
Meira »
Sindri heiti ég Ólafsson, bý í Keflavík og æfi fótbolta með Keflavík. Ég byrjaði að æfa körfubolta með Keflavík þegar ég flutti hingað sem sagt 8 ára gamall og byrjaði síðan í fótbolta um það bil tveimur árum seinna. Það var góðvinur minn, hann Guðlaugur Guðberg, sem dró mig á æfingu því ég var svo góður í marki í frímínútunum í Myllubakkaskóla. Jú ég mætti á æfingu og heillaðist um leið af þessari íþrótt og þjálfarinn vildi að ég myndi halda áfram að mæta á æfingar sem ég gerði. Þannig að ég stundaði báðar íþróttirnar af krafti og fannst mjög gaman að þessu öllu.
Meira »
„Þarna lærðum við mest," sagði kunnur fótboltaþjálfari eitt sinn. Í tilfelli íslenska landsliðsins gæti þessi setning átt við Maksimir leikvanginn hér í Zagreb þriðjudaginn 19. nóvember 2013. Dagurinn sem við töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu fyrir HM.
Meira »
Íslenska landsliðið býr sig undir landsleikinn mikilvæga gegn Króatíu á æfingasvæði fornfrægs fótboltafélags, Parma á Ítalíu. Undirbúningurinn fyrir fyrsta leik undankeppninnar gegn Úkraínu var að mestu í Þýskalandi og er þetta því í annað sinn sem Ísland býr sig undir leik með þessum hætti.
Meira »
Amerískur fótbolti er að fá fótfestu hér á landi og myllumerkið #nflisland er að verða sí vinsælla á samfélagsmiðlum eins og twitter. Fólk gætu verið í vangaveltum yfir með hvaða liði eigi að halda í amerískum fótbolta og því verður hér reynt að gefa færi á því hvaða liði væri hægt að halda með út frá því hvaða íslenska lið þú styður.
Meira »
Landsleikjahlé er framundan en fyrst fáum við eitt stykki umferð í enska boltanum. Besta sóknin mætir bestu vörninni og Rooney ætti áfram að sitja bara sem fastast á bekknum.
Meira »
Spennandi helgi er framundan er ensku meistararnir mæta á Old Trafford og Arsenal mætir Chelsea. Liverpool þarf að rífa sig úr KSÍ gírnum, Við byrjum í Manchester.
Meira »
Í dag barst sú frétt að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi fyrir hönd sambandsins afþakkað boð EA Sports, framleiðanda FIFA leikjanna um að karlalandslið Íslands yrði á meðal landsliða í næstu útgáfu leiksins, FIFA 17. Geir segist hafa afþakkað boðið vegna þess að tilboð EA Sports um greiðslu hafi verið of lágt.
Meira »
- Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari MSc skrifar í tilefni af alþjóðadegi Sjúkraþjálfunar í síðustu viku.
Oft skýra þjálfarar slakt gengi, með miklum meiðslum. Málið er hins vegar það að þeir sem nota undirbúningstímabilin rétt og hafa góðan hreyfigrunn í liðleika og styrk eru síður líklegir að verða fyrir meiðslum. Með öðrum orðum, enginn er „óheppinn með meiðsli“, heldur skammta menn sér sjálfir sína heppni, með því að sinna líkamsþjálfun og endurheimt á réttan hátt. Meira »
Ný helgi er framundan í enska boltanum og hún hefst með sprengju á föstudagskvöldinu. Við byrjum á besta vini okkar allra, Diego Costa.
Meira »
Ég hef farið á slatta af laugardagsleikjum í Pepsi-deildinni í gegnum tíðina. Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að mætingin hefur verið döpur. Það er bara löngu sannað að laugardagar eru vondir dagar fyrir íslenska áhorfendur að mæta á völlinn. Sem betur fer er það ekki oft sem leikið er í efstu deild á þessum dögum.
Meira »
