Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 27. mars 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hverjir eru tilbúnir í bardaga gegn Króatíu?
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson aðstoðarmaður hans á æfingu Íslands í Dublin í morgun. Þeir munu annað kvöld leita að bardagamönnum fyrir verkefnið gegn Króatíu í júní.
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson aðstoðarmaður hans á æfingu Íslands í Dublin í morgun. Þeir munu annað kvöld leita að bardagamönnum fyrir verkefnið gegn Króatíu í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir ræðir við liðið á æfingunni í morgun.
Heimir ræðir við liðið á æfingunni í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu í sumar hefst formlega á morgun þegar leikinn verður vináttulandsleikur gegn Írum hér í Dublin. Ljóst er að byrjunarlið Íslands gegn Írum verður mikið breytt frá leiknum gegn Kosóvó.

Miðjusvæðið verður allavega allt annað þar sem þrír af fjórum leikmönnum sem byrjuðu leikinn síðasta föstudag eru farnir til félagsliða sinna; Emil Hallfreðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason.

Heimir Hallgrímsson er að fara að gefa mönnum tækifæri til að sýna sig og sanna og hann fór ekki leynt með það á fréttamannafundi í dag að Króatíuleikurinn verður í huga þjálfarateymisins.

„Við verðum að hafa mikla bardagamenn og menn sem eru tilbúnir í verkefnið. Það verður gott að sjá á morgun hverjir verða tilbúnir að gefa allt í þetta. Það er það sem við munum horfa á eftir þennan leik, hverja getum við tekið með í Króatíuleikinn," segir Heimir.

Hann segir að liðið verði blanda, einhverjir sem léku á föstudaginn spili aftur á morgun. Írska landsliðið er þekkt fyrir að fara í vináttuleiki til að ná sigrum.

„Við þekkjum stílinn sem þeir spila og það er enginn að fara með hálfum hug úr írska landsliðinu í þennan leik og við verðum að hafa allt á hreinu og vera grimmir og klárir í þennan leik. Þetta er mjög góður undirbúingsleikur fyrir Króatíuleikinn því þar verða allir að vera klárir á tánum og allir að berjast. Við verðum að vinna fyrsta bolta og annan bolta sem vantaði örlítið uppá úti í Króatíu því tæknilega eru þeir ofboðslega góðir," segir Heimir en eini ósigur Íslands í undankeppni HM kom í Króatíu þar sem heimamenn unnu 2-0.

„Þetta verður erfiður leikur en þetta verður enginn vináttuleikur, það verður barátta út um allan völl en ég vona að leikmennirnir fari varlega í það sem þeir gera. Írland spilar alltaf til að ná í úrslit."

Líklegt byrjunarlið fyrir morgundaginn
Það verður fróðlegt að sjá byrjunarlið Íslands á morgun. Ef Hannes Þór Halldórsson verður ekki í markinu er ljóst að Ögmundur Kristinsson mun standa í rammanum.

Sverrir Ingi Ingason mun líklega vera í miðverðinum og Hörður Björgvin Magnússon í vinstri bakverði. Báðir leikmenn sem hafa gert sterkt tilkall í liðið en Hörður byrjaði leikinn gegn Króatíu úti. Ragnar Sigurðsson er væntanlega ákafur í að spila þar sem hann hefur verið úti í kuldanum hjá félagsliði sínu, Fulham á Englandi, og vantar leiki.

Miðjan verður gjörbreytt eins og áður segir. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði byrjar leikinn væntanlega en fróðlegt verður að sjá hver tekur stöðuna við hlið hans sem meira „sóknarþenkjandi" miðjumaðurinn. Þar gæti hinn ungi og spennandi Óttar Magnús Karlsson fengið tækifærið. Rúrik Gíslason verður á öðrum kantinum.

Í sóknarlínunni er mjög líklegt að Jón Daði Böðvarsson fái tækifæri í byrjunarliðinu eftir bekkjarsetuna í Albaníu en spennandi verður að sjá hver verður við hans hlið.

Leikurinn á morgun hefst 18:45 að íslenskum tíma.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner