Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 31. mars 2017 08:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hvaða leið og leikstíl er best að nota í fótboltaleikjum og í hæfileikamótun ungra leikmanna?
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Diego Simeone.
Diego Simeone.
Mynd: Getty Images
Knattspyrna er liðsíþrótt hvar keppt er til sigurs. Sigur er alltaf markmið keppnisíþrótta.

Við þjálfun barna og unglinga er hinsvegar mikilvægt að sigur sé ekki á kostnað hæfileikamótunar. Því ef svo er þá verða ungir leikmenn af mikilvægum þáttum í sínu þróunarferli sem minnka möguleika þeirra á að ná sínum markmiðum í framtíðinni.

Ósigrar eru hluti af leiknum. Alveg eins og mistök eru hluti af velgengni. Nelson Mandela sagðist eitt sinn aldrei hafa upplifað ósigra. Heldur eingöngu sigra og lærða reynslu.

Mig langar að velta upp tveimur spurningum hér.

1. Hvaða leið og leikstíl er best að nota til að sigra í knattspyrnuleikjum?
2. Hvaða leið og leikstíl er best að nota í hæfileikamótun ungra leikmanna?


Ég svara fyrri spurningunni fyrst. Til þess ætla ég að nota sem dæmi tvo sigursæla þjálfara úr nútímanum. Þá Pep Guardiola(Manchester City) og Diego Simone(Atletico Madrid).

Leiðir þeirra eru trauðla ólíkar að sama markmiðinu þ.e. að sigra í knattspyrnuleikjum og vinna til verðlauna.

Leið Guardiola( í sinni einföldustu mynd) er að halda bolta innan liðs(possession) og sækja, sækja og aftur sækja.

Leið Simone(í sinni einföldustu mynd) er að leyfa mótherjanum að vera meira með boltann, verjast og beita skyndisóknum.

Þeir Simone og Guardiola mættust fyrir tæpu ári síðan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þegar Guardiola var þjálfari Bayern Munchen.

Tölfræðin úr þessum tveimur leikjum er nokkuð áhugaverð.

Til að stykla á stóru þá átti Bayern samtals átján skottilraunir sem fóru á beint markið en Atletico níu.
Sendingar á samherja voru 1170 hjá Bayern og 304 hjá Atletico.
Tæklingar voru 55 hjá Bayern og 87 hjá Atletico.

Ég gæti haldið áfram að þylja upp fleiri tölur en látum hér við sitja.

Niðurstaðan úr þessari viðureign var sú (eins og flestir vita) að Atletico komst áfram á marki skorað á útivelli (og mætti erkifjendunum í Real Madrid í úrslitaleiknum).

Fyrri viðureignin fór 1-0 Atletico í vil en í þeirri seinni sigraði Bayern 2-1. Bæði lið skoruðu s.s. jafn mörg mörk þrátt fyrir mjög ólíka “leið” og “leikstíl”

Svar við spurningu nr. 1.
Hvaða leið og leikstíl er best að nota til að sigra í knattspyrnuleikjum?
Svar. Ég er þeirrar skoðunar að leiðir og leikstílar Pep Guardiola og Diego Simone séu jafn líklegir til sigurs.

Spurning nr. 2.
Hvaða leið og leikstíl er best að nota í hæfileikamótun ungra leikmanna?

Svar: Ég trúi að unga leikmenn eigi að ala upp í sóknarsinnuðum leikstíl. Hvar áhersla er lögð á að halda bolta innan liðsins, byggja upp (spil) frá fyrsta manni og einstaklingsframtakið(hvort heldur er sendingar, snúningar, 1v1 hreyfingar ofrv) fær notið sín og þjálfað þannig að það nýtist leikmönnum í sínum leik í framtíðinni(Allt þarf að hafa tilgang).

Af hverju?
Í þess háttar umhverfi þarf ungur leikmaður stöðugt að bæta sína grunnfærni(tækni).

Allt sem er kennt og þjálfað þarf að vera í beinum tengslum við leikinn.

Grunnfærni einstaklingsins er að mínu mati eftirfarandi:
1. Fyrsta snerting á bolta
2. Hlaupa með bolta.
3. Framkvæma skot
4. 1v1 hreyfingar.
Grunnurinn að þessu öllu saman er svo knattstjórnun(ball mastery).

Sumir gætu haldið að gildi þess að halda bolta innan liðsins væri ofmetið?

Mig langar að vitna hér í tvo frábæra þjálfara sem eru því miður farnir frá okkur.
“Það er bara einn bolti þannig að best er að hafa hann sem mest” - Johan Cruyff
“Andstæðingurinn skorar ekki þegar við höfum boltann” - Ásgeir Elíasson

Hvorugur þessara þjálfara vildu að lið sín héldu boltanum bara til þess að vera með boltann. Sömuleiðis er það engan veginn tilgangurinn hjá Pep Guardiola.

Ég er þeirrar skoðunar að jafnvægi þarf að ríkja á milli þess að halda boltanum innan liðsins og koma með sendingar sem búa til marktækifæri(killer pass).

Að mínu mati þá er(eins og áður segir) gildi þess að leggja áherslu á að sækja og halda bolta innan liðs leiðin til að ala upp unga leikmenn. Leikmenn þurfa að fá hvatningu til að vera stöðugt að bæta grunnfærnina og byggja þannig aðra þætti leiksins á því.

Þjálfunin má ekki vera einsleit. Hvar lögð er meiri áhersla á eitt frekar en annað í grunnfærni einstkalingsins. Allt hefur þetta tilgang og hjálpast að við að gera leikmanninn eins góðan og fjölhæfan og mögulegt er.

Leikmaður sem getur notað eina til tvær snertingar á háu tempói undir pressu er leikmaður sem býr yfir mikilli tækni og yfirsýn. Hvernig þjálfum við það? Mín skoðun er sú að það sé gert í grunninn með ofantöldum atriðum varðandi grunnfærni einstaklingsins. Við svo bætast leikæfingar í smáum hópum hvar pressan og erfileikastigið eykst smám saman.

Varðandi 1v1 hreyfingar þá eru alltof margir sem tala um þær sem eitthvað “trix”. Því er ég algjörega ósammála. 1v1 hreyfingar hafa tilgang þ.e. búa til svæði, til að senda, skjóta á mark eða halda áfram með bolta. Leikmenn verða að geta búið sér til svæði sjálfir ef engir aðrir möguleikar eru í boði.
Eins þurfa leikmenn að geta sent sendingar sem erfiðar eru fyrir mótherjann að sjá fyrir. Allt þetta krefst mikillar tækni og grunnfærni.

Menn hafa að sjálfsögðu misjafnar skoðanir á leikstíl og aðferðarfræði í knattspyrnuþjálfun.

Í meistaraflokki ganga hlutirnir út á að sigra(eins og er háttur keppnisíþrótta) og þjálfarinn velur þá leið og leikstíl sem hann eða hún telur að sé vænlegast til sigurs.

Varðandi yngri flokka. Þá að mínu mati mega þjálfarar alls ekki vinna með varnarsinnaðan leikstíl hvar áherslan er lögð á leik eftir leik að verjast og beita skyndisóknum(jafnvel með löngum boltum).
Vegna þess að þá verða ungir leikmenn af algjörum grunnþáttum í sinni hæfileikamótun sem þeir munu sannarlega þurfa á að halda í framtíðinni!

Höfundur er knattspyrnuþjálfari

Athugasemdir
banner
banner
banner