Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
KDA KDA
 
fös 18.feb 2011 08:30 Daníel Geir Moritz
Hvað er málið með rauða djöfla Man Utd? Stuðningsmenn Man Utd eru einu stuðningsmennirnir sem telja það til mannkosta að halda með fótboltaliði. Ef þeir sækja um vinnu eru þeir líklegir að telja upp að þeir styðji þetta lið, sbr. „Menntun: Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Kópavogi. Hvernig lýsir þú þér? Ég held með Man Utd! Kom on you Red devils!!! Meira »
fim 17.feb 2011 09:00 Hörður Snævar Jónsson
Umferðarstjórinn Jack Wilshere Jack Wilshere var ekki leikmaður sem margir töldu að yrði einn af lykilmönnum Arsenal á þessari leiktíð. En hann er orðinn einn af bestu mönnum liðsins og stjórnar umferðinni á miðjunni ásamt Cesc Fabregas. Hann átti stórkostlegan leik er liðið vann Barcelona í gær og var besti maður Arsenal í leiknum að margra mati. Meira »
fim 17.feb 2011 07:00 Aðsendir pistlar
Af fótbolta, facebook og fávitum Ég man þá tíð þegar maður vaknaði fyrir skóla á mánudagsmorgnum og þurfti að slást um íþróttablaðið í Mogganum til þess að lesa um enska boltann og skoða stöðuna í deildinni. Samt telst ég varla gamall. Meira »
mið 16.feb 2011 07:00 Daníel Geir Moritz
Þrískiptir Chelsea-aðdáendur Engir aðdáendur eru fastari á þeirri skoðun að ekki sé hægt að kaupa titla. Sem er svolítið fyndið í ljósi þess að jú um Chelsea aðdáendur er að ræða.

Chelsea aðdáendum má skipta í þrennt: Meira »
þri 15.feb 2011 18:00 Ingibjörg Hinriksdóttir
Sókn er besta vörnin „Með hvaða liði heldur þú?“ spurði vinkona mín mig fyrir nokkrum árum. Hún sjálf er eitilharður stuðningsmaður Liverpool, ein þessara sem má ekki missa af einum einasta leik og hélt því lengi fram að liðið hennar væri sigursælasta lið allra tíma og allt það sem púlarar kyrja jafnan á hátíðarstundum. Meira »
þri 15.feb 2011 08:00 Elvar Geir Magnússon
Allir eiga að sitja við sama bikarborðið Í síðustu viku var dregið í fyrstu tvær umferðir VISA-bikars karla. Verið er að færa bikarkeppnina aftur til vegs og virðingar eftir að vinsældir hennar höfðu dalað mikið og hafa orðið margar mjög jákvæðar breytingar á fyrirkomulagi hennar síðustu ár. Meira »
þri 15.feb 2011 07:00 Benedikt Bóas Hinriksson
Táknlausir kossar Ég datt í ESPN Classic nú um helgina. Þar var verið að fara í gegnum gömul tímabil í enska boltanum. Þar sáust nokkur skemmtileg tilþrif og vá hvað maður saknar Jose Mourinho úr enska boltanum - en það er önnur saga. Meira »
mán 14.feb 2011 18:00 Sammarinn.com
AC Milan og umboðsmaðurinn Það dugði einfaldlega ekki að vera einn af leiðandi umboðsmönnum fótboltans og umboðsmaður best launaða leikmanns heims. Síðasta hálfa árið hefur verið nóg að gera hjá Mino Raiola sem hefur haft milligöngu um komu sex leikmanna til AC Milan – rúmlega hálft byrjunarlið. Meira »
mán 14.feb 2011 07:00 Daníel Geir Moritz
Um Arsenal og Nalla Arsenal-aðdáendum finnst það gríðarlega töff að halda með Arsenal og glöggt merki um að þeir séu sjálfstæðir og geti valið sér frumlegra lið til að halda með en margir aðrir. Staðreyndin er hins vegar sú að engir fleiri halda með sama liði og pabbar sínir en Arsenal-aðdáendur. Meira »
lau 12.feb 2011 12:09 Magnús Þór Jónsson
Tippklúbburinn minn Laugardagsmorgun, styttist í hádegi.

Víðs vegar um Ísland sitja nú hópar sparkspekinga sem eru handvissir að dagurinn í dag sé DAGURINN sem gerir þá ríka. Loksins sé komið að því að öll viskan um boltann, sem sumum (yfirleitt fjölskyldu manns) finnst fullkomlega gagnslaus skili manni nú peningum í kassann. Meira »
fös 11.feb 2011 18:55 Alfreð Finnbogason
Belgíski boltinn í röglinu? Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að segja frá fyrirkomulagi belgísku Jupiler deildarinnar fyrir hinn almenna áhugamann. Oft hef ég þurft að segja vinum og vandamönnum frá því hvernig þetta spilast hér og vægt til orða tekið er fyrirkomulagið flókið og ekki sæmandi fyrir knattspyrnu, sem á að vera spilaður fallega, eins og góðkunningi minn orðaði það oft „felst fegurðin í einfaldleikanum“. Meira »
fös 11.feb 2011 09:00 Óli Stefán Flóventsson
Útlitsdýrkun í fótbolta Þegar að ég var að stjórna 2. flokki Sindra í leik á móti Leikni seinnipart síðasta sumars gerðist nokkuð sem hreinlega sló mig og fékk mig til að hugsa um hvað fótbolti hreinlega snérist um í dag. Meira »
fös 11.feb 2011 08:00 Daníel Geir Moritz
Liverpool anonymous (LA syndrome) LA syndrome hafa þeir sem halda með Liverpool í fótbolta. Iðulega eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert sérlega gott vit á knattspyrnu og þaðan af síður hæfileika til að taka þátt í eðlilegri knattspyrnuumræðu. Meira »
fös 11.feb 2011 07:00 Magnús Már Einarsson
Klóki skemmtikrafturinn Ian Holloway hefur náð mögnuðum árangri með lið Blackpool í vetur. Þrátt fyrir að liðið hafi nú tapað fimm leikjum í röð í úrvalsdeildinni er árangurinn heilt yfir á tímabilinu stórkostlegur sé tekið mið af stærð félagsins. Holloway hefur sjálfur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir að vera líflegur karakter sem kemur með skemmtileg svör í viðtölum en hjá Blackpool hefur hann líka sýnt að hann er mjög klókur stjóri. Meira »
fim 10.feb 2011 07:51 Sammarinn.com
Víglínur Lundúna Hvar eiga Lundúnaliðin aðsetur sín? Til hvaða hverfa sækja þau stuðning? Hvaða lið ‘ráða’ stærstu hverfunum? Hvar liggja víglínurnar? Afhverju ríkir svona mikil óánægja með að Tottenham fái nýja Ólympíuleikvanginn, afhverju ætti West Ham að fá hann frekar og afhverju eru þetta slæmar fréttir fyrir Leyton Orient? Meira »
mið 09.feb 2011 07:00 Elvar Geir Magnússon
Fótbolti og hlaupabrautir eiga ekki saman Á Englandi er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir Ólympíuleikunum sem haldnir verða í London. Enn er ekki búið að ákveða hvað gert verður við nýja Ólympíuleikvanginn eftir að leikunum lýkur en ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og West Ham hafa bæði gert tilkall til hans enda leikvangar þeirra komnir til ára sinna. Meira »
þri 08.feb 2011 10:30 Magnús Þór Jónsson
Fótboltinn og ég Það gladdi mitt geð verulega þegar Fótbolti.net bauð mér það að skrifa pistla inná þessa frábæru síðu og mig langar mikið til að byrja að þakka yfirmönnum síðunnar fyrir það.

Mig langar aðeins til að nota fyrsta tækifærið til að mæra síðuna og um leið kannski aðeins fara yfir mína tengingu við þessa frábæru íþrótt, fótboltann. Meira »
þri 08.feb 2011 08:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Toppurinn að vera í teinóttu! ÞAÐ styttist óðfluga í að 100. Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og KR, sem fagnaði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum 1912. Leikurinn fer fram á Kópavogsvellinum 1. maí. Það er vel við hæfi að fyrstu og síðustu meistarafélögin hefji orrustuna í vinsælustu íþróttagrein landsins. Eins og áður þá verða margir kallaðir, en aðeins einn útvalinn. Að leikslokum verður stemningin eins og hjá söngflokknum ABBA - The Winner Takes It All! Meira »
þri 08.feb 2011 07:00 Sam Tillen
Það er heimur fyrir utan England Ég vil byrja á því að þakka fyrir að fá tækifæri til að skrifa fyrir þessa vefsíðu.

Spurningin sem ég fæ alltaf þegar ég fer til Englands er: ‘Hvernig er Ísland?’ Enginn þarna virðist vita eithvað um þetta yndislega land og það er mikil synd. Ég skammaðist mín en var ekki hissa þegar ég sá að Matthías Vilhjálmsson var spurður að því hvort hann ætti heima í snjóhúsi þegar hann gekk í raðir Colchester United. Íslenskir vinir mínir sem hafa spilað á Englandi hafa verið spurðir að því hvort að ísbirnir séu labbandi um og hvort að þeir viti hvað tölva er, ‘Viltu vita hvernig á að kveikja á henni?’ var einn spurður. Ég hef sjálfur verið spurður, ‘hvernig er að búa með mörgæsum?’ Eina svarið sem er þess virði að gefa þá er ‘æðislegt’. Fólk veit ekki einu sinni hvar Ísland er og það veit ekki að það er einungis 3 tíma frá London. Nágranni foreldra minna var í sjokki þegar hann komst að því en hann hélt að ferðin tæki að minnsta kosti helmingi lengri tíma. Meira »
þri 08.feb 2011 06:00 Elvar Geir Magnússon
Móðir allra íþrótta Ef einhver íþrótt getur talist móðir allra íþrótta þá er það fótbolti, sama hvað hver segir. Hægt er að koma með ógrynni af rökum fyrir þessari fullyrðingu enda svo margir þættir fótboltans sem eru heillandi. Einn af þeim sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er sú staðreynd að maður þarf ekki að vera góður í fótbolta til að vera góður í fótbolta. Meira »