
0



Wankdorf Stadium
Landslið kvenna - EM 2025
Dómari: Marta Huerta De Aza (Spánn)
Áhorfendur: 29.658








Það verður ekkert skautað framhjá því að þetta var bara ekki nógu gott. Jákvæð teikn á lofti svo sem framan af en það er bara ekki nóg.
Hvað brást? Var það þjálfarinn? Var það liðið? Eða er Sviss einfaldlega betra lið en við í dag? Spurningar sem er kannski ekkert einfalt að svara en margir munu spyrja sig fyrir því.
VIðbrögð frá Sviss væntanleg.

Langt innkast frá Sveindísi sem heimakonur skalla frá og bruna upp.
Wandeler úti til hægri finnur Pilgrim til móts við D-bogann sem þarf að bíða eftir boltanum en gerir allt rétt. Tekur vel á móti boltanum og setur hann af öryggi í hornið nær.
Þetta er súrt en því miður stefndi í þetta og það mátti ekki tala um það.
— Max Koala (@Maggihodd) July 6, 2025
Sá sem á að taka við þessu heitir Ólafur Helgi Kristjánsson.
Hann getur tekið þetta lið áfram á næsta level.#EMkvenna
Hvað nákvæmlega er það við Amöndu Andradóttur sem er þess valdandi að hún fær aldrei séns?
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) July 6, 2025
Er að spyrja í fullri alvöru, veit bara ekki nógu mikið um leikmennina til að vita svarið?
Sviss á horn
Sviss sundurspilar íslensku vörnina og eru að komast í dauðafæri en Guðrún Arnardóttir bjargar með hreint út sagt ótrúlegri tæklingu.
Raggi Sig vs Jamie Vardy 2016 dæmi

Stoðsending: Sydney Schertenleib
Schertenleib fær boltann eftir að Sviss vinnur boltann hátt á vellinum, fær hlaup frá Reuteler og finnur hana. Reuteler þakkar fyrir sig með því að skora með nákvæmu skoti úr teignum
Svisslendingar ósáttir við innköst Sveindísar og tímann sem fer í þau.
Koma svo!
Fær fá jólakort frá Íslandi næstu jól.
Er þetta í alvöru standardinn á dómgæslu á hæsta leveli? Hún græjar ekki ákvörðun, skelfileg greyið
— Jason Orri Geirsson (@jasonorri) July 6, 2025
Það er einn þátttakandi í þessum leik sem er áberandi lélegust og því miður er hún í bláum búning og stýrir leiknum.
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) July 6, 2025
Nafni minn Geirdal vallarþulur Víkinga myndi henda í "og koma svo!"
Dagný með skalla en nær ekki að stýra boltanum í átt að marki eftir hornið.
Hvað fer í gegnum huga Þorsteins og félaga? Eru breytingar í vændum?
Klárlega brotið á Öglu Maríu í aðdraganda hennar en sú spænska er ekkert að dæma á það.
Dagný vinnur boltann með góðri tæklingu við teig Sviss. Sveindís með boltann úti til vinstri lyftir honum inn á teiginn en Peng hálfu skrefi á undan Söndru í boltann.
Ég ætla svosem ekki að vera neitt leiðinlegur en ég þoli ekki þessar Svissnesku stelpur!
— Gummi Ben ????? (@GummiBen) July 6, 2025
Sviss kemur boltanum frá.
Allir leikmenn með 100% áhuga.
— Freyr Alexandersson (@freyrale) July 6, 2025
Geggjuð likamstjáning. Grjótharðar, stórhættulegar í föstum leikatriðum.
Verjast sem lið.
Koma svo ????????
Engar breytingar í hálfleik hjá liðunum. Sviss sparkar okkur af stað á ný.
Byrjum mjög vel fyrstu 10 mín óheppnar að skora ekki. Eftir það hafa þær ???????? tekið smá yfir án þess þó að skapa sér neitt. Erum að verjast vel og berjast. Þetta er betra en leikurinn gegn ????????.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 6, 2025
Koma svo ????????????

Ég trúi ekki öðru en liðið og þjálfarateymið horfi á þennan fyrri hálfleik og sjái að með því að skipta upp um gír sé þessi leikur þeirra til að vinna. Komum Karólínu í millisvæðið og gefum þeim Svissnesku eitthvað til þess að hugsa um með Sveindísi og Öglu á vængjunum. Ég í það minnsta ætla að halda áfram að trúa.
Skárra en samt ekki.
— Max Koala (@Maggihodd) July 6, 2025
Hætta í kringum föst leikatriði.
Sveindís er ekki með og virkar áhugalaus.
Verðum að koma Karólínu á boltann.#EMkvenna
Sendingar: Ísland 140-185 Sviss
Heppnaðar: Ísland 99-145 Sviss
Skot: Ísland 3-3 Sviss
Vegalengd: Ísland 56,7 km - 57,9 km Sviss
Athyglisvert að dómarar leiksins virðast ekki þekkja hvernig taka á innkast. Sviss í tvígang með kolvitlaust innkast í kvöld sem látið er óátalið.
Beney með stuuuuurlað skot eftir að aukaspyrna var skölluð út úr teig Íslands. Tekur hann í fyrsta af 25 metrunum og setur hann hárfínt fram hjá markinu.
Einhverjir í stúkunni sáu þennan inni.
4 á 3 frá Sviss og Schertenleib með boltann. Með valkosti til beggja handa ákveður hún að skjóta af löngu færi og setur boltann víðsfjarri markinu.
Við þökkum fyrir það.
Glódís er leiðtoginn en það mætti smella fyrirliðabandinu á Sveindísi bara til að þvinga dómarana til að sýna henni smá virðingu. Það dettur engin ákvörðun henni í hag.
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 6, 2025
Leikurinn gríðarlega jafn og hart barist um allan völl. Þurfum þetta aðeins extra.
Svendís Jane býr sig undir langt innkast.
Steini er á vaktinni.#EMkvenna
— Max Koala (@Maggihodd) July 6, 2025

Glowdis simply does no wrong, that is all.
— Melly ? | (@Zadraball) July 6, 2025
Við elskum VAR. Takk.
— Hörður ? (@horduragustsson) July 6, 2025
Guðný Árnadóttir fer niður í grasið. Virðist togna aftan í læri og hefur að öllum líkindum lokið leik.
Dómarinn 12. maður í liði Sviss
— Eyfikr (@eyfikr) July 6, 2025

VAR teymið fljótt að kalla þá spænsku í skjáinn að skoða.
Ákvörðun hennar tók svo ekki langan tíma,

ALLTAF BROT!!!!
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) July 6, 2025
Augljós ólögleg hindrun á Fömli sem skorar.
Þetta brot á Karó er 100% gult. Ég er tilbúinn með dómarakortið ef þessi leikur verður eins og Finnlands leikurinn hjá þriðja liðinu.
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) July 6, 2025

Karólína er sest á ný.

En liðið á samt helling inni sem ég kalla eftir.
Fyrirgjöf frá hægri sem Dagný gerir atlögu að. Calligaris skrefinu á undan og nær að bægja hættunni frá.
Dagný í skotfæri í teignum sem fer af varnarmanni. Dagný liggur eftir enda fékk hún kjaftshögg í kjölfarið.
Óviljaverk og ekkert gert í því.
Fær hné Svisslendings aftan á hálsinn.
Vonum að hún sé í lagi og geti haldið áfram.
Bæði lið mætt af fullum krafti til leiks og keyra upp hraða leiksins.
Fara óhikað í pressu hátt á vellinum. Eru hársbreidd frá því að koma Sveindísi í færi en Sviss bjargar.
Jæja sigur eða heim.#EMkvenna
— Max Koala (@Maggihodd) July 6, 2025
Miðvörðurinn Stierli fyrst á boltann eftir hornið en setur boltann fjarri marki Íslands.
Langt innkast frá Sveindísi frá vinstri berst inn á teiginn. Heimakonur ná ekki að hreinsa boltann frá sem fellur fyrir fætur Ingibjargar sem á bylmingsskot sem smellur í samskeytunum og út.
Svo nálægt því þarna!
Þetta er farið af stað í Sviss. Vonandi sjáum við lið Íslands sækja af alefli til sigurs í dag.
Áfram Ísland!
Líkt og á öðrum leikjum mótsins undanfarna daga er mínútu þögn til að minnast Diego Jota og bróður hans André sem létust í hörmulegu slysi á dögunum.
Steini fyrir leik gegn Sviss: „Við þurfum að njóta þess að hafa áhorfendur. Óttaleysi er lykilatriði í því. Það er ekkert að óttast. Þufum að nota orkuna frá áhorfendum, sama hvað lið þeir styðja“
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2025
„Glódís er 100% klár.. Auðvitað vitum við ekki endilega hvað hún endist lengi“ pic.twitter.com/l6Wck4CQ5V
Glódís Perla í viðtali fyrir leik gegn Sviss: „Ég er bara góð. Vonandi. Síðustu dagar hafa ekkert verið neitt sérstaklega skemmtilegir. Þetta atvik sem ég lenti í er ömurlegt og ömurlegt hvernig spilaðist úr leiknum.“ pic.twitter.com/DA584yx4sC
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2025
30 þúsund manns á vellinum og þau fá að heyra 12:00 og Blikalagið með Herra Hnetusmjör fyrir leik ???? pic.twitter.com/5q8kytvRxc
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) July 6, 2025
Núna byrjar EM ????
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) July 6, 2025
Þurfum alvöru frammistöðu og alvöru úrslit fyrir framan 30 þúsund manns ???????? pic.twitter.com/CPVky3KExx
Belti og axlarbönd sem fyrr -4 mjög varnarsinnaðar aftast og Dagný mun líklegast sitja tilbaka með Alex. Sækjum á of fáum leikmönnum, hrædd við að sækja sigur
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 6, 2025
Verðum að koma Karólínu á ?? á loka þriðjung.
Sterkt að fá Glódísi full fríska og Dagný inn í föst leikatriði.
Koma svo???????? https://t.co/4zWaYfwAFk pic.twitter.com/SJ8vwmaJO5
12.000 Svisslendingar og 2.000 Íslendingar gengu fylktu liði úr miðbænum að vellinum.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2025
Opinber aðgangur Evrópumótsins heldur því fram að þetta sé stærsta „Fan walk“ eða vallarganga í sögu mótsins og vitið þið hvað - við ætlum að trúa því pic.twitter.com/ShQBGqLZrk
????Í kvöld mætir???????? heimakonum í????????á Wankdorf Stadium í Bern. Yngsti leikmaður mótsins er frá Sviss og ég spái því að hún byrji inná í leik kvöldsins. pic.twitter.com/keypxVe5ja
— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) July 6, 2025

Það er stærsta spurningin fyrir kvöldið. Hefur verið að glíma við magakveisu en verður vonandi með í þessum leik. Hún er fyrirliðinn okkar og besti leikmaðurinn í liðinu. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði að það yrði tekin ákvörðun með það í hádeginu í dag hvort hún myndi spila.

Heitir Marta Huerta De Aza og kemur frá Spáni. Er kennari með dómgæslunni.
Í kvöld þurfum við frammistöðu og úrslit. Við þurfum að þora að sækja til sigurs - þora að halda í ??.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 6, 2025
Tap í kvöld og við erum líklegast úr leik. Það væri katastrófa og engan veginn boðlegt. Núna er tíminn til að svara öllum gagnrýnisröddunum með alvöru frammistöðu.
Áfram ???????? pic.twitter.com/JSqB3jKy3k
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á fréttamannafundi í gær hvaða leikmenn við þyrftum helst að fókusa á í svissneska liðinu. Nefndi fréttamaður Fótbolta.net Liu Walti, leikmann Arsenal, og Sydney Schertenleib, leikmann Barcelona, í spurningunni.
„Þú sagðir eiginlega bara nöfnin," sagði Steini og brosti.
„Það eru þarna fleiri leikmenn sem eru virkilega góðir. Ef þú horfðir á leikinn gegn Noregi þá sástu vængbakverðina sem spiluðu frábærlega. Svo eru þær heilt yfir með góða leikmenn. Hún kom bara inn á, ég kann ekki að bara fram nafnið á henni (Schertenleib), sorrý. Senterarnir hjá þeim í leiknum voru virkilega góðir. Liðið er með góða leikmenn. Þú skoðar bara í hvaða liðum þær eru að spila, þetta eru flottir leikmenn."
Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur á glæstum þjálfaraferli meðal annars stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Brasilíu. Hún vann á sínum tíma tvö Ólympíugull sem þjálfari bandaríska landsliðsins.


Staðan í riðlinum:
1. Noregur - 3 stig
2. Finnland - 3 stig
3. Ísland - 0 stig
4. Sviss - 0 stig
Noregur og Finnland mætast klukkan 16:00 að íslenskum tíma í dag. Verður það mjög áhugaverður leikur.











