Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   fös 04. júlí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
Icelandair
EM KVK 2025
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agla María eftir síðasta leikinn á EM 2022.
Agla María eftir síðasta leikinn á EM 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög súrt að hafa tapað þeim leik en í svona móti má maður ekki dvelja of lengi við svona tapleik. Þá er maður svolítið dæmdur til að tapa næsta leik. Við vorum fljótar að leggja það aftur fyrir okkur og einblína á næsta leik sem er á móti Sviss," sagði Agla María Albertsdóttir, landsliðskona, við Fótbolta.net í Thun í Sviss í dag.

Íslenska liðið byrjaði mótið á því að tapa 1-0 gegn Finnlandi en næsti leikur er á sunnudag gegn Sviss.

Agla María kom inn af bekknum í fyrsta leiknum á móti Finnlandi stuttu áður en liðið missti mann af velli með rautt spjald.

„Mér fannst alveg fínt að koma inn í leikinn. Það getur oft verið krefjandi að koma inn í leiki þegar það er hátt tempó. Auðvitað tekur smá tíma að komast inn í þetta en svo fannst mér við finna fín svæði í seinni hálfleiknum. Heilt yfir var þetta gaman, það er gaman að spila á stórmóti."

Þetta er bara geðveikt
Viðtölin í dag voru tekin við hótel landsliðsins en umhverfið þar í kring er svakalega flott. Agla María er á sínu þriðja stórmóti og segir hún að þetta sé það flottasta sem hún hafi upplifað á slíku móti.

„Þetta er bara geðveikt. Ég held að við gætum ekki beðið um betra umhverfi," sagði Agla María. „Þetta er eins og best er á kosið. Það væsir ekki um okkur hérna. Við höfum það mjög gott."

Það besta sem þú hefur upplifað?

„Mér finnst það, besta umhverfið. Mér finnst það líka mikill kostur að við erum allan tímann hérna. Við erum ekki að gista neins staðar annars staðar. Það er ekki langt að keyra á æfingar eða í leiki. Þetta er besta umhverfið," sagði Agla María.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Agla María ræðir frekar um leikinn gegn Finnlandi og næstu tvo leiki.
Athugasemdir