Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   fös 04. júlí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
Icelandair
EM KVK 2025
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agla María eftir síðasta leikinn á EM 2022.
Agla María eftir síðasta leikinn á EM 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög súrt að hafa tapað þeim leik en í svona móti má maður ekki dvelja of lengi við svona tapleik. Þá er maður svolítið dæmdur til að tapa næsta leik. Við vorum fljótar að leggja það aftur fyrir okkur og einblína á næsta leik sem er á móti Sviss," sagði Agla María Albertsdóttir, landsliðskona, við Fótbolta.net í Thun í Sviss í dag.

Íslenska liðið byrjaði mótið á því að tapa 1-0 gegn Finnlandi en næsti leikur er á sunnudag gegn Sviss.

Agla María kom inn af bekknum í fyrsta leiknum á móti Finnlandi stuttu áður en liðið missti mann af velli með rautt spjald.

„Mér fannst alveg fínt að koma inn í leikinn. Það getur oft verið krefjandi að koma inn í leiki þegar það er hátt tempó. Auðvitað tekur smá tíma að komast inn í þetta en svo fannst mér við finna fín svæði í seinni hálfleiknum. Heilt yfir var þetta gaman, það er gaman að spila á stórmóti."

Þetta er bara geðveikt
Viðtölin í dag voru tekin við hótel landsliðsins en umhverfið þar í kring er svakalega flott. Agla María er á sínu þriðja stórmóti og segir hún að þetta sé það flottasta sem hún hafi upplifað á slíku móti.

„Þetta er bara geðveikt. Ég held að við gætum ekki beðið um betra umhverfi," sagði Agla María. „Þetta er eins og best er á kosið. Það væsir ekki um okkur hérna. Við höfum það mjög gott."

Það besta sem þú hefur upplifað?

„Mér finnst það, besta umhverfið. Mér finnst það líka mikill kostur að við erum allan tímann hérna. Við erum ekki að gista neins staðar annars staðar. Það er ekki langt að keyra á æfingar eða í leiki. Þetta er besta umhverfið," sagði Agla María.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Agla María ræðir frekar um leikinn gegn Finnlandi og næstu tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner