Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 04. júlí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
Icelandair
EM KVK 2025
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agla María eftir síðasta leikinn á EM 2022.
Agla María eftir síðasta leikinn á EM 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög súrt að hafa tapað þeim leik en í svona móti má maður ekki dvelja of lengi við svona tapleik. Þá er maður svolítið dæmdur til að tapa næsta leik. Við vorum fljótar að leggja það aftur fyrir okkur og einblína á næsta leik sem er á móti Sviss," sagði Agla María Albertsdóttir, landsliðskona, við Fótbolta.net í Thun í Sviss í dag.

Íslenska liðið byrjaði mótið á því að tapa 1-0 gegn Finnlandi en næsti leikur er á sunnudag gegn Sviss.

Agla María kom inn af bekknum í fyrsta leiknum á móti Finnlandi stuttu áður en liðið missti mann af velli með rautt spjald.

„Mér fannst alveg fínt að koma inn í leikinn. Það getur oft verið krefjandi að koma inn í leiki þegar það er hátt tempó. Auðvitað tekur smá tíma að komast inn í þetta en svo fannst mér við finna fín svæði í seinni hálfleiknum. Heilt yfir var þetta gaman, það er gaman að spila á stórmóti."

Þetta er bara geðveikt
Viðtölin í dag voru tekin við hótel landsliðsins en umhverfið þar í kring er svakalega flott. Agla María er á sínu þriðja stórmóti og segir hún að þetta sé það flottasta sem hún hafi upplifað á slíku móti.

„Þetta er bara geðveikt. Ég held að við gætum ekki beðið um betra umhverfi," sagði Agla María. „Þetta er eins og best er á kosið. Það væsir ekki um okkur hérna. Við höfum það mjög gott."

Það besta sem þú hefur upplifað?

„Mér finnst það, besta umhverfið. Mér finnst það líka mikill kostur að við erum allan tímann hérna. Við erum ekki að gista neins staðar annars staðar. Það er ekki langt að keyra á æfingar eða í leiki. Þetta er besta umhverfið," sagði Agla María.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Agla María ræðir frekar um leikinn gegn Finnlandi og næstu tvo leiki.
Athugasemdir
banner