Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
   fim 03. júlí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson faðmar hér landsliðsþjálfara Finnlands fyrir leikinn í gær.
Þorsteinn Halldórsson faðmar hér landsliðsþjálfara Finnlands fyrir leikinn í gær.
Mynd: EPA
„Það var mikið stress í okkur í fyrri hálfleik og við vorum inn í skel. Það var ákveðinn lamandi ótti eiginlega. En mér fannst seinni hálfleikur að mörgu leyti fínn og það er margt sem við getum tekið úr honum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í dag.

Ísland hóf leik á Evrópumótinu í gær en tapaði þar gegn Finnlandi, 1-0, í afar mikilvægum leik í riðlinum.

„Við fórum í 3-3-3 síðustu 20 mínúturnar, stigum á þær og þorðum að verjast fram á við. Þá sýndu leikmenn úr hverju þeir eru gerðir og voru þær sjálfar. Við þurfum að flytja þá orku og það hugarfar yfir í næsta leik."

Mikil vonbrigði með það hvernig liðið mætti út til leiks í gær?

„Já, auðvitað. Við erum ekki sátt við það hvernig við vorum að spila fyrri hálfleikinn. Við komumst samt í gegnum hann og fengum ekki mark á okkur. Þær sköpuðu engin færi, aðallega skot fyrir utan teig. Fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki góður, en seinni hálfleikurinn var fínn. Þetta er stórmót og það er auðvitað álag og stress, en við þurfum að ná stillingu á okkur svo við höfum ekki að óttast neitt," sagði Steini.

Næsti leikur er gegn Sviss á sunnudag og þann leik þurfum við að vinna. Allt viðtalið við Steina má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner