
„Það var mikið stress í okkur í fyrri hálfleik og við vorum inn í skel. Það var ákveðinn lamandi ótti eiginlega. En mér fannst seinni hálfleikur að mörgu leyti fínn og það er margt sem við getum tekið úr honum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í dag.
Ísland hóf leik á Evrópumótinu í gær en tapaði þar gegn Finnlandi, 1-0, í afar mikilvægum leik í riðlinum.
Ísland hóf leik á Evrópumótinu í gær en tapaði þar gegn Finnlandi, 1-0, í afar mikilvægum leik í riðlinum.
„Við fórum í 3-3-3 síðustu 20 mínúturnar, stigum á þær og þorðum að verjast fram á við. Þá sýndu leikmenn úr hverju þeir eru gerðir og voru þær sjálfar. Við þurfum að flytja þá orku og það hugarfar yfir í næsta leik."
Mikil vonbrigði með það hvernig liðið mætti út til leiks í gær?
„Já, auðvitað. Við erum ekki sátt við það hvernig við vorum að spila fyrri hálfleikinn. Við komumst samt í gegnum hann og fengum ekki mark á okkur. Þær sköpuðu engin færi, aðallega skot fyrir utan teig. Fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki góður, en seinni hálfleikurinn var fínn. Þetta er stórmót og það er auðvitað álag og stress, en við þurfum að ná stillingu á okkur svo við höfum ekki að óttast neitt," sagði Steini.
Næsti leikur er gegn Sviss á sunnudag og þann leik þurfum við að vinna. Allt viðtalið við Steina má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir