Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   fös 04. júlí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Icelandair
EM KVK 2025
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dóttir Söndru Maríu er að koma út.
Dóttir Söndru Maríu er að koma út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við leyfðum okkur fyrst og fremst að vera svekktar og sárar um kvöldið eftir leik. Þegar það var kominn nýr dagur í gær ákváðum við að eina leiðin til að halda áfram væri að horfa fram veginn og fókusa á næsta leik," sagði Sandra María Jessen, landsliðskona, við Fótbolta.net í dag.

„Við byrjuðum daginn á að fá mjög peppandi orð frá forsetanum okkar. Svo settumst við saman niður og fórum yfir hvað gekk vel en aðallega yfir það hvað fór úrskeiðis. Við sögðum allt sem lá á hjartanu og vitum hvað við ætlum að gera til að vera gíraðar og tilbúnar í leikinn á sunnudag."

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, heimsótti íslenska liðið í gærmorgun og snæddi með því morgunverð.

„Það var mjög gaman. Auðvitað hefði það verið skemmtilegra eftir sigurleik. En að sama skapi var það mjög gaman og hvetjandi. Hún var í alvöru með mjög góða ræðu fyrir okkur og það var gaman að fá smá gleði. Þegar hún var farin kom fjölskyldan og við nutum. Þessi dagur snerist mikið um að næra sálina og lyfta manni aðeins upp," sagði Sandra.

Hennar fjölskylda er komin út til Sviss að styðja við bakið á henni í baráttunni á EM.

„Foreldrar mínir, bræður og þeirra fjölskyldu hafa verið hérna og voru á fyrsta leiknum. Unnusti minn og barn eru í flugvélinni á leiðinni. Það er rosalega gott að vita að á sunnudag verða allir mínir stuðningsmenn í stúkunni," sagði Sandra.

Stuðningsmenn Íslands voru frábærir á leiknum gegn Finnlandi.

„Stórt hrós á alla Íslendinga sem voru í stúkunni. Þið voruð geggjuð. Það var gaman að horfa upp í stúku og sjá hvað það voru margir að styðja okkur. Ég held að Íslendingar séu bestu stuðningsmenn í heimi. Hvort sem það gengur vel eða illa þá eru allir alltaf jafntilbúnir að peppa mann í stúkunni. Þetta er í alvörunni eitthvað sem skiptir máli. Við þurfum á öllum stuðningi að halda."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner