Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
   sun 06. júlí 2025 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Icelandair
EM KVK 2025
Hópur sem er mættur til að styðja íslenska landsliðið og Hlín Eiríksdóttur.
Hópur sem er mættur til að styðja íslenska landsliðið og Hlín Eiríksdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er bara ofsalega gaman," segir goðsögnin Guðrún Sæmundsdóttir þegar hún er spurð að því hvernig sé að vera mætt til Sviss að styðja íslenska landsliðið.

Hún er komin hér út ásamt fjölskyldu sinni að styðja Ísland á EM. Hún á dóttur í liðinu, Hlín Eiríksdóttur.

Hún segir það stressandi að fylgjast með dóttur sinni spila fótbolta úr stúkunni.

„Mér finnst það pínu erfitt. Ég held að það sé erfiðara fyrir mig að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila," segir Guðrún. „Það er svakalegt stress, mér finnst þetta virkilega erfitt."

Það er leikur gegn heimakonum í Sviss í kvöld.

„Ég er alveg sannfærð um að við séum að fara að vinna þetta. Ég hef sjálf oft spilað á móti Sviss og hef aldrei tapað á móti þeim," sagði Guðrún.

Svakalega gaman að horfa á hana elta sína drauma
Hlín tók nýverið skrefið í ensku úrvalsdeildina þar sem hún spilar með Leicester.

„Mér finnst svakalega gaman að horfa á hana elta sína drauma. Mér finnst þetta bara frábært," sagði Guðrún en hún á fleiri dætur sem eru í fótbolta, þar á meðal Örnu Eiríksdóttur sem var nálægt landsliðinu fyrir þetta mót.

Fær Hlín öll sín fótboltagen frá mömmu sinni?

„Nei nei, ætli hún fái ekki dugnaðinn frá pabba sínum og fótboltagenin frá mömmu sinni?" sagði Guðrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hún meðal annars um þættina Systraslag þar sem hún sló í gegn.
Athugasemdir
banner