Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 06. júlí 2025 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Icelandair
EM KVK 2025
Hópur sem er mættur til að styðja íslenska landsliðið og Hlín Eiríksdóttur.
Hópur sem er mættur til að styðja íslenska landsliðið og Hlín Eiríksdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er bara ofsalega gaman," segir goðsögnin Guðrún Sæmundsdóttir þegar hún er spurð að því hvernig sé að vera mætt til Sviss að styðja íslenska landsliðið.

Hún er komin hér út ásamt fjölskyldu sinni að styðja Ísland á EM. Hún á dóttur í liðinu, Hlín Eiríksdóttur.

Hún segir það stressandi að fylgjast með dóttur sinni spila fótbolta úr stúkunni.

„Mér finnst það pínu erfitt. Ég held að það sé erfiðara fyrir mig að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila," segir Guðrún. „Það er svakalegt stress, mér finnst þetta virkilega erfitt."

Það er leikur gegn heimakonum í Sviss í kvöld.

„Ég er alveg sannfærð um að við séum að fara að vinna þetta. Ég hef sjálf oft spilað á móti Sviss og hef aldrei tapað á móti þeim," sagði Guðrún.

Svakalega gaman að horfa á hana elta sína drauma
Hlín tók nýverið skrefið í ensku úrvalsdeildina þar sem hún spilar með Leicester.

„Mér finnst svakalega gaman að horfa á hana elta sína drauma. Mér finnst þetta bara frábært," sagði Guðrún en hún á fleiri dætur sem eru í fótbolta, þar á meðal Örnu Eiríksdóttur sem var nálægt landsliðinu fyrir þetta mót.

Fær Hlín öll sín fótboltagen frá mömmu sinni?

„Nei nei, ætli hún fái ekki dugnaðinn frá pabba sínum og fótboltagenin frá mömmu sinni?" sagði Guðrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hún meðal annars um þættina Systraslag þar sem hún sló í gegn.
Athugasemdir
banner