Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 06. júlí 2025 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Icelandair
EM KVK 2025
Vilhjálmur Kári Haraldsson, pabbi Karólínu Leu.
Vilhjálmur Kári Haraldsson, pabbi Karólínu Leu.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
„Þetta er búið að vera æðislegt þó fyrsti leikurinn hafi ekki farið nægilega vel," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, faðir landsliðskonunnar Karólínu Leu, í viðtali við Fótbolta.net í Sviss í dag.

Fyrsti leikurinn gegn Finnlandi fór ekki nægilega vel en það er næsti leikur gegn Sviss í kvöld.

„Það var svolítið stress og vantaði betri frammistöðu, en ég hef ekki trú á öðru en að þetta komi í dag."

Karólína Lea er á sínu öðru stórmóti með landsliðinu. Þú hlýtur að vera gríðarlega stoltur af henni?

„Já, svo sannarlega. Það er beðið eftir þessu, bæði hjá henni og allri fjölskyldunni. Það er mikil vinna sem er verið að leggja í undirbúninginn fyrir svona mót en þetta er algjörlega þess virði. Við vonum að úrslitin detti í dag."

„Þetta er eitthvað sem maður fann nokkuð fljótt hjá henni þegar hún var yngri, að það var eitthvað stærra að fara að gerast. Hún hafði einhverja áru yfir sér. Það var mikill metnaður og ofsalega einbeiting. Líka smá ró sem fleiri leikmenn mættu hafa," sagði Vilhjálmur.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem Vilhjálmur ræðir meðal annars skref Karólínu til Inter á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner