Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fös 04. júlí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Icelandair
EM KVK 2025
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland fagnar marki í síðasta leik sínum gegn Sviss.
Ísland fagnar marki í síðasta leik sínum gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Morguninn eftir fórum við strax að greina, núllstilla okkur og þétta okkur saman. Sá leikur er búinn og núna er allur fókus á Sviss," sagði landsliðskonan Katla Tryggvadóttir við Fótbolta.net í dag.

Stelpurnar byrjuðu Evrópumótið á tapi gegn Finnlandi en það eru tveir leikir eftir. Núna, eins og Katla segir, er allur fókus á Sviss sem er næsti leikur.

Hvernig líst þér á að mæta Sviss sem er á heimavelli í þessu móti?

„Bara rosalega vel. Það á eftir að vera mikið af fólki á vellinum sem er rosalega gaman. Maður fær mikla orku frá áhorfendunum í kringum sig."

Við þekkjum svissneska liðið vel eftir að hafa mætt þeim tvisvar í Þjóðadeildinni. Leikirnir þar enduðu 0-0 og svo 3-3.

„Við þekkjum þær vel og vita hvernig þær spila. Þær spiluðu reyndar aðeins hærra með vængbakverðina sína í síðasta leik. En það verður rosa spennandi að sjá hvernig þær ætla að mæta okkur," sagði Katla.

Síðasti leikur gegn Sviss var svakalegur á Þróttaravellinum. Hann endaði með 3-3 jafntefli þar sem Sviss komst í 0-2 og svo í 1-3. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerði þrennu þar.

„Hvað gerðist ekki í þeim leik? Íslenska liðið er þekkt fyrir flottan karakter og það eru margir góðir karakterar í þessum hóp. Við getum komið til baka eftir hvað sem er," sagði Katla. Þetta mót er ekki búið þrátt fyrir tap í fyrsta leik. Það eru tveir leikir eftir.

„Við erum bara með sömu markmið og fyrir mót. Við erum tilbúin að leggja allt í sölurnar til að ná þessum markmiðum. Þetta er ekki búið. Þetta er rétt að byrja," sagði þessi efnilegi leikmaður að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner