Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   sun 06. júlí 2025 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Icelandair
EM KVK 2025
Gunnar í treyju merktri Sveindísi.
Gunnar í treyju merktri Sveindísi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Natasha og Sveindís.
Natasha og Sveindís.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson er mættur til Sviss að styðja íslenska landsliðið. Segja má að hann eigi tvo fulltrúa í íslenska landsliðinu þar sem hann þjálfaði bæði Natöshu Anasi og Sveindísi Jane Jónsdóttur í Keflavík fyrir nokkrum árum síðan. Núna eru þær báðar í landsliðinu á EM.

Gunnar Magnús stýrði Keflavík með góðum árangri frá 2016 til 2022 en Fótbolti.net náði tali af honum fyrir utan Wankdorf Arena þar sem leikur Íslands og Sviss fer fram.

„Það er geggjað að fá svona stóran leikvang, stóran viðburð. Við verðum í einhverju minnihluta en það mun heyrast vel í íslensku stuðningsmönnunum. Þetta verður bara stuð og stemning vonandi," sagði Gunnar Magnús.

„Við verðum að vinna þennan leik og ég hef trú á því að við tökum þetta."

Um Natöshu og Sveindísi sagði hann:

„Það er virkilega gaman. Þetta er þriðja Evrópumótið í röð sem ég fer á. Það kryddar þetta að vera með Sveindísi og Natöshu í liðinu. Á síðasta móti var Sveindís en núna eru þær báðar."

Þegar þú varst að þjálfa þær í Keflavík, sástu það fyrir að þær yrðu hér í dag?

„Þegar Tash var í Keflavík þá var hún að vinna í ríkisborgararétti. Maður hafði trú á því allan tímann (að hún kæmist í landsliðið) þar sem það eru svo mikil gæði í Natöshu. Eftir að hún fór frá Keflavík hefur þetta gengið betur hjá henni. Sveindís er með þennan X-faktor, þennan hraða og maður átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum einn daginn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner