Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 06. júlí 2025 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Icelandair
EM KVK 2025
Gunnar í treyju merktri Sveindísi.
Gunnar í treyju merktri Sveindísi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Natasha og Sveindís.
Natasha og Sveindís.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson er mættur til Sviss að styðja íslenska landsliðið. Segja má að hann eigi tvo fulltrúa í íslenska landsliðinu þar sem hann þjálfaði bæði Natöshu Anasi og Sveindísi Jane Jónsdóttur í Keflavík fyrir nokkrum árum síðan. Núna eru þær báðar í landsliðinu á EM.

Gunnar Magnús stýrði Keflavík með góðum árangri frá 2016 til 2022 en Fótbolti.net náði tali af honum fyrir utan Wankdorf Arena þar sem leikur Íslands og Sviss fer fram.

„Það er geggjað að fá svona stóran leikvang, stóran viðburð. Við verðum í einhverju minnihluta en það mun heyrast vel í íslensku stuðningsmönnunum. Þetta verður bara stuð og stemning vonandi," sagði Gunnar Magnús.

„Við verðum að vinna þennan leik og ég hef trú á því að við tökum þetta."

Um Natöshu og Sveindísi sagði hann:

„Það er virkilega gaman. Þetta er þriðja Evrópumótið í röð sem ég fer á. Það kryddar þetta að vera með Sveindísi og Natöshu í liðinu. Á síðasta móti var Sveindís en núna eru þær báðar."

Þegar þú varst að þjálfa þær í Keflavík, sástu það fyrir að þær yrðu hér í dag?

„Þegar Tash var í Keflavík þá var hún að vinna í ríkisborgararétti. Maður hafði trú á því allan tímann (að hún kæmist í landsliðið) þar sem það eru svo mikil gæði í Natöshu. Eftir að hún fór frá Keflavík hefur þetta gengið betur hjá henni. Sveindís er með þennan X-faktor, þennan hraða og maður átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum einn daginn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir