Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 06. júlí 2025 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Icelandair
EM KVK 2025
Gunnar í treyju merktri Sveindísi.
Gunnar í treyju merktri Sveindísi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Natasha og Sveindís.
Natasha og Sveindís.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson er mættur til Sviss að styðja íslenska landsliðið. Segja má að hann eigi tvo fulltrúa í íslenska landsliðinu þar sem hann þjálfaði bæði Natöshu Anasi og Sveindísi Jane Jónsdóttur í Keflavík fyrir nokkrum árum síðan. Núna eru þær báðar í landsliðinu á EM.

Gunnar Magnús stýrði Keflavík með góðum árangri frá 2016 til 2022 en Fótbolti.net náði tali af honum fyrir utan Wankdorf Arena þar sem leikur Íslands og Sviss fer fram.

„Það er geggjað að fá svona stóran leikvang, stóran viðburð. Við verðum í einhverju minnihluta en það mun heyrast vel í íslensku stuðningsmönnunum. Þetta verður bara stuð og stemning vonandi," sagði Gunnar Magnús.

„Við verðum að vinna þennan leik og ég hef trú á því að við tökum þetta."

Um Natöshu og Sveindísi sagði hann:

„Það er virkilega gaman. Þetta er þriðja Evrópumótið í röð sem ég fer á. Það kryddar þetta að vera með Sveindísi og Natöshu í liðinu. Á síðasta móti var Sveindís en núna eru þær báðar."

Þegar þú varst að þjálfa þær í Keflavík, sástu það fyrir að þær yrðu hér í dag?

„Þegar Tash var í Keflavík þá var hún að vinna í ríkisborgararétti. Maður hafði trú á því allan tímann (að hún kæmist í landsliðið) þar sem það eru svo mikil gæði í Natöshu. Eftir að hún fór frá Keflavík hefur þetta gengið betur hjá henni. Sveindís er með þennan X-faktor, þennan hraða og maður átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum einn daginn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner