Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 09:50
Elvar Geir Magnússon
Hleypir Mainoo ekki burt - Nóg af Tottenham slúðri
Powerade
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: EPA
Xavi.
Xavi.
Mynd: EPA
Manchester United og Bournemouth mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þar með lýkur 16. umferð deildarinnar. Hér er slúðurpakki dagsins en það vantar ekki slúður tengt Tottenham.

Stjóri Manchester United, Rúben Amorim, mun koma í veg fyrir að Kobbie Mainoo (20) fari frá félaginu í janúar en Napoli vill fá hann. Þá er hann einnig á blaði hjá Chelsea og Bayern München. (Metro)

Tottenham er tilbúið að bíða þar til næsta sumar með að kaupa hollenska varnarmanninn Jan Paul van Hecke (25) frá Brighton. (Football Insider)

Tottenham íhugar að selja velska framherjann Brennan Johnson (24) en Crystal Palace hafa áhuga á honum. (Teamtalk)

Tottenham, Aston Villa og West Ham hafa öll áhuga á brasilíska sóknarmanninum Igor Thiago (24) sem hefur verið virkilega öflugur með Brentford. (Caught Offside)

Tottenham er að íhuga stjóraskipti og horfa til Xavi, fyrrum stjóra Barcelona. Það er pressa á Thomas Frank. (Fichajes)

Áhugi Barcelona á serbneska sóknarmanninum Dusan Vlahovic (25) hefur minnkað en líklegt er að hann gangi í raðir AC Milan frá Juventus í staðinn. (Sport)

Real Madrid og Paris St-Germain vilja fá franska varnarmanninn Dayot Upamecano (27) frá Bayern München. Þýska félagið vill ræða við hann mun nýjan samning. (Bild)

Manchester United gæti hlustað á tilboð í úrúgvæska miðjumanninn Manuel Ugarte (24) í janúar. (Football Insider)

AC Milan er tilbúið að reyna að fá þýska sóknarmanninn Niclas Fullkrug (32) frá West Ham í janúar. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner