Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 03. júlí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Icelandair
EM KVK 2025
Tom Goodall,
Tom Goodall,
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tom Goodall að störfum.
Tom Goodall að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Starfið mitt felst í því að greina næstu andstæðinga en líka okkur sjálf, að greina æfingar og þess háttar. Svo við förum inn í leiki eins vel undirbúin og hægt er. Ég styð við þjálfarana og leikmennina," segir Englendingurinn Tom Goodall í samtali við Fótbolta.net.

Hann er greinandi fyrir íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Sviss en hann hefur starfað fyrir KSÍ í þrjú og hálft ár núna.

„Í heildina hef ég unnið við þetta í ellefu ár. Ég byrjaði í Englandi og Bandaríkjunum, en hef verið hjá KSÍ síðastliðið þrjú og hálft ár. Ég lærði íþróttavísindi og í því námi gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri leið fyrir mig. Að vinna í fótboltaheiminum er skemmtilegt," segir Tom.

Varstu fótboltaleikmaður á árum áður?

„Ég spilaði fótbolta en ekki á háu stigi. Ég spilaði alltaf og horfði alltaf á leiki. Þetta var náttúrulegt fyrir mig að fara inn í starf þar sem ég fæ að horfa á fótbolta."

Tom er stuðningsmaður Derby County og vann þar sem greinandi áður en hann kom til starfa hjá KSÍ. Hann vann líka hjá ensku félögunum Swansea og Forest Green Rovers.

„Ég vann hjá ýmsum félögum á Englandi, en ég byrjaði í landsliðsfótbolta hjá bandaríska kvennalandsliðinu. Ég studdi þær á HM 2015. Það var svo frábært að vinna hjá Derby, mínu heimafélagi, með Frank Lampard þegar hann var stjóri þar," sagði Goodall

En hvernig var að vinna með Lampard?

„Það var frábært. Ég ólst upp við að horfa á hann og svo ertu allt í einu að vinna fyrir hann. Það var frábær reynsla og það var gaman að sjá hann á æfingasvæðinu."

Hvernig kom það samt til að þú fórst að vinna með íslensku landsliðunum?

„Fyrir þremur og hálfu ári voru held ég tekin samtöl innan KSÍ að bæta greiningarstarfið innan sambandsins. Ég held að það hafi ekki verið neinir greinendur á Íslandi á þeim tíma. Þeir höfðu samband við mig í gegnum fyrirtækið sem ég vann fyrir á þeim tíma, Hudl, sem er notað af mörgum félögum víða um heim. Ég kom fyrst í tveggja vikna ráðgjafastarf en þremur og hálfu ári síðar er ég enn hérna," sagði Tom sem segir það frábært að vinna með kvennalandsliðinu og öðrum landsliðum Íslands.

Að vera fótboltagreinandi er tilölulega nýtt starf á Íslandi en í viðtalinu hér að ofan ræðir Tom það frekar. Hann segir að starfið sé að þróast á Íslandi en fólk sem hefur áhuga á því getur haft samband við hann og fengið frekari upplýsingar.
Athugasemdir
banner
banner