Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fim 03. júlí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Icelandair
EM KVK 2025
Tom Goodall,
Tom Goodall,
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tom Goodall að störfum.
Tom Goodall að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Starfið mitt felst í því að greina næstu andstæðinga en líka okkur sjálf, að greina æfingar og þess háttar. Svo við förum inn í leiki eins vel undirbúin og hægt er. Ég styð við þjálfarana og leikmennina," segir Englendingurinn Tom Goodall í samtali við Fótbolta.net.

Hann er greinandi fyrir íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Sviss en hann hefur starfað fyrir KSÍ í þrjú og hálft ár núna.

„Í heildina hef ég unnið við þetta í ellefu ár. Ég byrjaði í Englandi og Bandaríkjunum, en hef verið hjá KSÍ síðastliðið þrjú og hálft ár. Ég lærði íþróttavísindi og í því námi gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri leið fyrir mig. Að vinna í fótboltaheiminum er skemmtilegt," segir Tom.

Varstu fótboltaleikmaður á árum áður?

„Ég spilaði fótbolta en ekki á háu stigi. Ég spilaði alltaf og horfði alltaf á leiki. Þetta var náttúrulegt fyrir mig að fara inn í starf þar sem ég fæ að horfa á fótbolta."

Tom er stuðningsmaður Derby County og vann þar sem greinandi áður en hann kom til starfa hjá KSÍ. Hann vann líka hjá ensku félögunum Swansea og Forest Green Rovers.

„Ég vann hjá ýmsum félögum á Englandi, en ég byrjaði í landsliðsfótbolta hjá bandaríska kvennalandsliðinu. Ég studdi þær á HM 2015. Það var svo frábært að vinna hjá Derby, mínu heimafélagi, með Frank Lampard þegar hann var stjóri þar," sagði Goodall

En hvernig var að vinna með Lampard?

„Það var frábært. Ég ólst upp við að horfa á hann og svo ertu allt í einu að vinna fyrir hann. Það var frábær reynsla og það var gaman að sjá hann á æfingasvæðinu."

Hvernig kom það samt til að þú fórst að vinna með íslensku landsliðunum?

„Fyrir þremur og hálfu ári voru held ég tekin samtöl innan KSÍ að bæta greiningarstarfið innan sambandsins. Ég held að það hafi ekki verið neinir greinendur á Íslandi á þeim tíma. Þeir höfðu samband við mig í gegnum fyrirtækið sem ég vann fyrir á þeim tíma, Hudl, sem er notað af mörgum félögum víða um heim. Ég kom fyrst í tveggja vikna ráðgjafastarf en þremur og hálfu ári síðar er ég enn hérna," sagði Tom sem segir það frábært að vinna með kvennalandsliðinu og öðrum landsliðum Íslands.

Að vera fótboltagreinandi er tilölulega nýtt starf á Íslandi en í viðtalinu hér að ofan ræðir Tom það frekar. Hann segir að starfið sé að þróast á Íslandi en fólk sem hefur áhuga á því getur haft samband við hann og fengið frekari upplýsingar.
Athugasemdir
banner
banner