Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fim 03. júlí 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Icelandair
EM KVK 2025
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunný að störfum.
Gunný að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fór á tvö stórmót sem leikmaður landsliðsins en er núna mætt til Sviss í öðru hlutverki. Hún er núna styrktarþjálfari stelpnanna okkar.

„Já, þetta er aðeins öðruvísi þar sem ég er komin í þjálfarahlutverkið," sagði Gunnhildur Yrsa við Fótbolta.net í dag.

Hún kann vel við sig í þessu hlutverki og segir þetta ákveðið draumastarf.

„Ég elska þetta og nýt mín rosalega vel í þessu hlutverki. Ég hef ótrúlega gaman að því. Maður lærir mikið af stelpunum og þjálfarateyminu. Þetta er í fyrsta sinn þar sem ég er svona þjálfari á háu stigi. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Þetta er mjög gaman og krefjandi verkefni."

Gunnhildur spilaði með nokkrum af þeim stelpunum sem eru í liðinu núna.

„Ég gæti ekki beðið um betra umhverfi. Þær hafa tekið ótrúlega vel á móti mér. Ég er mjög þakklát að hafa fengið þetta tækifæri og nýt mín í botn."

Gunnhildur eignaðist nýverið barn með eiginkonu sinni, Erin McLeod, en þau fylgja Gunnhildi á mótinu.

„Hann Baldvin Leó fékk að fljóta með. Hann er enn á brjósti, bara átta mánaða. Ef ég átti að vera hérna, þá þurfti ég að taka hann með. Stelpurnar og starfsfólkið er ótrúlega stuðningsríkt að hann sé hérna," sagði Gunnhildur. „Hann er algjör ljúflingur og það er mjög gott að hafa hann á hótelinu."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir