
„Við erum lengst upp í fjalli tvo tíma í burtu en þetta hefur verið fínt. Fyrsti leikurinn var vonbrigði en það er gaman að vera í Sviss," sagði Kristófer Eggertsson, kærasti Glódísar Perlu Viggósdóttur, landsliðsfyrirliða, í samtali við Fótbolta.net í Bern í dag.
Í kvöld spilar Ísland sinn annan leik á Evrópumótinu er liðið mætir heimakonum í Sviss.
Í kvöld spilar Ísland sinn annan leik á Evrópumótinu er liðið mætir heimakonum í Sviss.
Kristófer er mætt á sitt þriðja stórmót að styðja Glódísi. „Þetta verður alltaf stærra og stærra. Þetta er alltaf skemmtilegt."
Þetta var leiðinlegt
Glódís hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga og þurfti að fara af velli í hálfleik í fyrsta leik gegn Finnlandi. Það er óvíst hvort hún geti spilað í kvöld þó hún hafi æft í gær.
„Þetta var leiðinlegt. Ég veit að allir höfðu áhyggjur af hnénu en ég vissi svo sem strax að þetta væri ekki það," sagði Kristófer en hversu mikið segir það um Glódísi að hún hafi spilað 45 mínútur fárveik?
„Það er eitthvað að henni," sagði Kristófer og hló. „Hún gerir allt til að spila alla leiki. Það er ekkert að fara að stoppa hana í raun og veru."
Veistu hvort að hún sé að fara að spila í kvöld?
„Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós þegar byrjunarliðið kemur?"
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir