Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 03. júlí 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
Icelandair
EM KVK 2025
Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það var stress í mannskapnum og það er ekkert óeðlilegt við það," sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland hóf leik á EM í gær er liðið tapaði 1-0 gegn Finnlandi í fyrsta leik sínum. Það var afar súrt tap en það mátti skynja stress í liðinu í fyrri hálfleiknum.

„Sumar voru að spila sinn fyrsta leik á svona stórmóti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvers konar umfang og hvað er í kringum einn svona leik. Þetta var opnunarleikur á mótinu. Það tók okkur langan tíma að hrista þetta af okkur en við náðum aðeins að anda í hálfleik. Það var áfall fyrir liðið að missa Glódísi út og það var áfall að vera einum færri. En þá svona fóru axlarböndin af og liðið sýndi sitt sanna sjálf. Einum færri fórum við að gera hlutina af krafti," sagði Ási.

„Þá sáum við í rauninni hvað býr í þessu liði."

Þurfum við ekki að ná þessu stressi úr okkur fyrir leik tvö og taka axlarböndin af okkur í leiðinni?

„Jú, það hefur verið gegnumgangandi þema hjá okkur að sýna hugrekki, óttaleysi og hafa kjark og þor til að gera hlutina sem við erum góð í að gera. Við vitum alveg að þetta er faktor en við vitum að þú verður að sleppa af þér beislinu."

„Við þurfum að hugsa um okkur næstu daga og mæta af krafti," sagði Ási.


Ási, sem hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins í yfir 100 leiki, átti fimmtugsafmæli daginn fyrir fyrsta leik gegn Finnlandi. Þorsteinn Halldórsson, aðalþjálfari landsliðsins, sagði fyrir leikinn að hann hefði gefið Ása gjöf en vildi ekki gefa það upp hvað það hefði verið. Ási var spurður frekar út í það í viðtalinu í dag.

„Það eru forréttindi að vera hérna með þessum hóp. Sem fótboltaþjálfari er þetta toppurinn á því sem þú kemst í; að komast á stórmót með þessu liði," sagði Ási.

„Ég gat ekki verið með fjölskyldunni minni þannig að þá var ég bara með hinni fjölskyldunni sem er starfsfólkið okkar og liðið. Þau hugsuðu vel um mig þennan dag og þetta var hinn besti dagur."

En hvað fékk hann í gjöf frá Steina?

„Það er bara okkar á milli. Það verður aldrei gefið upp, ég fer með það í gröfina," sagði Ási og brosti.
Athugasemdir
banner
banner