Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fim 03. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Icelandair
EM KVK 2025
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari landsliðsins.
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía stóð sig vel í fyrsta leiknum á EM í gær.
Cecilía stóð sig vel í fyrsta leiknum á EM í gær.
Mynd: EPA
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins, er núna á sínu þriðja stórmóti með liðinu. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Sviss í dag.

„Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir sem þjálfari, að komast á svona stórt svið. Það er alltaf að stækka líka. Umgjörðin er frábær, við erum með frábært starfsfólk og ég er með frábært markvarðarteymi með mér. Fjölskyldan er líka á leiðinni út. Þetta er æðislegt," sagði Óli við Fótbolta.net í dag.

Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi í fyrsta leik í gær. Það voru svekkjandi úrslit.

„Nú er það bara búið. Næsti leikur er við Sviss. Við undirbúum hann vel og ætlum að taka þrjú stig þar."

Mikil viðurkenning
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er einn mest spennandi markvörður í heimi. Hún lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær og getur svo sannarlega gengið stolt frá borði. Hún var besti leikmaður Íslands í leiknum.

„Hún var mjög öflug og vel undirbúin. Hún fær frábæran stuðning frá Fanneyju og Telmu, en þær gætu allar spilað á mótinu. Við hjálpumst mikið að og undirbúum okkur vel. Hún er róleg og yfirveguð og náttúrulega frábær markvörður."

Cecilía hefur verið að taka frábær skref á sínum ferli eftir að hún sneri til baka úr meiðslum. Hún var markvörður ársins á Ítalíu á síðustu leiktíð og gerði Inter hana svo að næst dýrasta markverði sögunnar á dögunum.

„Það er jákvætt fyrir okkur að hún sé að spila og sé valin besti markvörðurinn á Ítalíu á síðasta tímabili. Vonandi er bara áframhald á því. Inter voru það ánægðir með hana að þeir vildu kaupa hana sem er bara geggjað."

„Þetta er frábært skref fyrir hana og viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta," sagði Óli.
Athugasemdir
banner