Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 03. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Icelandair
EM KVK 2025
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari landsliðsins.
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía stóð sig vel í fyrsta leiknum á EM í gær.
Cecilía stóð sig vel í fyrsta leiknum á EM í gær.
Mynd: EPA
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins, er núna á sínu þriðja stórmóti með liðinu. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Sviss í dag.

„Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir sem þjálfari, að komast á svona stórt svið. Það er alltaf að stækka líka. Umgjörðin er frábær, við erum með frábært starfsfólk og ég er með frábært markvarðarteymi með mér. Fjölskyldan er líka á leiðinni út. Þetta er æðislegt," sagði Óli við Fótbolta.net í dag.

Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi í fyrsta leik í gær. Það voru svekkjandi úrslit.

„Nú er það bara búið. Næsti leikur er við Sviss. Við undirbúum hann vel og ætlum að taka þrjú stig þar."

Mikil viðurkenning
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er einn mest spennandi markvörður í heimi. Hún lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær og getur svo sannarlega gengið stolt frá borði. Hún var besti leikmaður Íslands í leiknum.

„Hún var mjög öflug og vel undirbúin. Hún fær frábæran stuðning frá Fanneyju og Telmu, en þær gætu allar spilað á mótinu. Við hjálpumst mikið að og undirbúum okkur vel. Hún er róleg og yfirveguð og náttúrulega frábær markvörður."

Cecilía hefur verið að taka frábær skref á sínum ferli eftir að hún sneri til baka úr meiðslum. Hún var markvörður ársins á Ítalíu á síðustu leiktíð og gerði Inter hana svo að næst dýrasta markverði sögunnar á dögunum.

„Það er jákvætt fyrir okkur að hún sé að spila og sé valin besti markvörðurinn á Ítalíu á síðasta tímabili. Vonandi er bara áframhald á því. Inter voru það ánægðir með hana að þeir vildu kaupa hana sem er bara geggjað."

„Þetta er frábært skref fyrir hana og viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta," sagði Óli.
Athugasemdir
banner