Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
   fim 03. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Icelandair
EM KVK 2025
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari landsliðsins.
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía stóð sig vel í fyrsta leiknum á EM í gær.
Cecilía stóð sig vel í fyrsta leiknum á EM í gær.
Mynd: EPA
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins, er núna á sínu þriðja stórmóti með liðinu. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Sviss í dag.

„Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir sem þjálfari, að komast á svona stórt svið. Það er alltaf að stækka líka. Umgjörðin er frábær, við erum með frábært starfsfólk og ég er með frábært markvarðarteymi með mér. Fjölskyldan er líka á leiðinni út. Þetta er æðislegt," sagði Óli við Fótbolta.net í dag.

Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi í fyrsta leik í gær. Það voru svekkjandi úrslit.

„Nú er það bara búið. Næsti leikur er við Sviss. Við undirbúum hann vel og ætlum að taka þrjú stig þar."

Mikil viðurkenning
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er einn mest spennandi markvörður í heimi. Hún lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær og getur svo sannarlega gengið stolt frá borði. Hún var besti leikmaður Íslands í leiknum.

„Hún var mjög öflug og vel undirbúin. Hún fær frábæran stuðning frá Fanneyju og Telmu, en þær gætu allar spilað á mótinu. Við hjálpumst mikið að og undirbúum okkur vel. Hún er róleg og yfirveguð og náttúrulega frábær markvörður."

Cecilía hefur verið að taka frábær skref á sínum ferli eftir að hún sneri til baka úr meiðslum. Hún var markvörður ársins á Ítalíu á síðustu leiktíð og gerði Inter hana svo að næst dýrasta markverði sögunnar á dögunum.

„Það er jákvætt fyrir okkur að hún sé að spila og sé valin besti markvörðurinn á Ítalíu á síðasta tímabili. Vonandi er bara áframhald á því. Inter voru það ánægðir með hana að þeir vildu kaupa hana sem er bara geggjað."

„Þetta er frábært skref fyrir hana og viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta," sagði Óli.
Athugasemdir
banner
banner