Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 03. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Icelandair
EM KVK 2025
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari landsliðsins.
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía stóð sig vel í fyrsta leiknum á EM í gær.
Cecilía stóð sig vel í fyrsta leiknum á EM í gær.
Mynd: EPA
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins, er núna á sínu þriðja stórmóti með liðinu. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Sviss í dag.

„Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir sem þjálfari, að komast á svona stórt svið. Það er alltaf að stækka líka. Umgjörðin er frábær, við erum með frábært starfsfólk og ég er með frábært markvarðarteymi með mér. Fjölskyldan er líka á leiðinni út. Þetta er æðislegt," sagði Óli við Fótbolta.net í dag.

Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi í fyrsta leik í gær. Það voru svekkjandi úrslit.

„Nú er það bara búið. Næsti leikur er við Sviss. Við undirbúum hann vel og ætlum að taka þrjú stig þar."

Mikil viðurkenning
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er einn mest spennandi markvörður í heimi. Hún lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær og getur svo sannarlega gengið stolt frá borði. Hún var besti leikmaður Íslands í leiknum.

„Hún var mjög öflug og vel undirbúin. Hún fær frábæran stuðning frá Fanneyju og Telmu, en þær gætu allar spilað á mótinu. Við hjálpumst mikið að og undirbúum okkur vel. Hún er róleg og yfirveguð og náttúrulega frábær markvörður."

Cecilía hefur verið að taka frábær skref á sínum ferli eftir að hún sneri til baka úr meiðslum. Hún var markvörður ársins á Ítalíu á síðustu leiktíð og gerði Inter hana svo að næst dýrasta markverði sögunnar á dögunum.

„Það er jákvætt fyrir okkur að hún sé að spila og sé valin besti markvörðurinn á Ítalíu á síðasta tímabili. Vonandi er bara áframhald á því. Inter voru það ánægðir með hana að þeir vildu kaupa hana sem er bara geggjað."

„Þetta er frábært skref fyrir hana og viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta," sagði Óli.
Athugasemdir
banner