Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýtir sér aðferðir Salah og það hefur svínvirkað - „Sjálfstraustið kemur úr undirbúningnum"
Mynd: EPA
Í viðtali við Gary Neville í The Overlap sagði Anthony Gordon, leikmaður Newcastle, frá því hvernig hugleiðsla hefur hjálpað honum að eiga við pressuna sem fylgir því að spila fótbolta.

Hann segir frá því að hann hafi séð Mo Salah, sóknarmann Liverpool, tala um að sjá hluti fyrir sér og þar hafði hann fengið áhuga á því.

„Hugleiðsla hjálpar mér að höndla pressuna sem fylgir því að spila og hjálpar mér að takast á við eigin tilfinningar. Það hjálpar ekki leik mínum þegar tilfinningarnar taka völdin," sagði Gordon.

„Undirbúningurinn hefst tveimur dögum fyrir leik. Ég hugleiði mikið og sé hluti fyrir mér, svo ef ég fæ færi í leikjum þá er ég búinn að upplifa það áður. Það hjálpar mér að hafa trú á minni getu og þá ofhugsa ég ekki þegar færið kemur."

„Sjálfstraustið kemur úr undirbúningnum. Sumir leikmenn vilja að hlutirnir gerist ósjálfrátt, en ég elska hugsunina á bakvið það að komast á staðinn áður en ég svo kemst í þá stöðu."

„Ég sá Salah tala um það og þá fékk ég meiri áhuga á því. Hann er vél og sigurvegari og þú ert ekki að gera rangt ef þú gerir eins og hann,"
sagði Gordon.

Gordon er 23 ára enskur kantmaður sem hefur átt frábært tímabil með Newcastle; skorað tíu mörk og lagt upp átta í 31 leik í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner