Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 28. september 2021 16:00
Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vonast til að fá styrkingu fyrir Meistaradeildina
Blikar fagna sigrinum á Osijek.
Blikar fagna sigrinum á Osijek.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 6. ágúst næstkomandi þegar liðið mætir PSG hér á landi. Leikmannahópur liðsins hefur verið þunnskipaður og þannig voru bara þrír varamenn með liðinu gegn Osijek frá Króatíu 9. september síðastliðinn, þar af einn markvörður.

Þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður hér á landi og UEFA setur aldurstakmörk á leikmenn sem taka þátt í Meistaradeildinni var Breiðablik í vandræðum með að manna fullan hóp í riðlakeppninni sem er spiluð fram í miðjan desember.

Félagið hefur meðal annars verið í þeirri vinnu að fá undanþágu fyrir styrkingu erlendis frá en félagið þarf að skila inn leikmannalista 30. september næstkomandi fyrir Meistaradeildina.

„Við erum að vinna í því og erum meðal annars búin að sækja um undanþágu fyrir leikmann sem við erum að skoða sem við teljum okkur eiga rétt á sbr. grein 6.1 í reglugerð FIFA og grein 10.3 í reglugerð KSÍ sen fjallar um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga", sagði Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks við Fótbolta.net í dag.

Ef það næst í gegn mun viðkomandi leikmaður ekki leika með liðinu í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Þrótti á föstudagskvöldið.

„Við sækjum um undanþágu á grundvelli reglu þess efnis að ef leikmaður er félagslaus og hafði ekki fundið sér lið fyrir gluggalok þá geti hann fengið unganþágu fyrir félagaskiptum utan glugga," sagði Eysteinn.

Miðvikudagur 6. október:
19:00 Breiðablik - Paris Saint Germain

Miðvikudagur 13. október:
19:00 Real Madrid - Breiðablik

Þriðjudagur 9. nóvember:
17:45 WFC Kharkiv - Breiðablik

Fimmtudagur 18. nóvember:
17:45 Breiðablik - WFC Kharkiv

Miðvikudagur 8. desember:
20:00 Breiðablik - Real Madrid

Fimmtudagur 16. desember:
17:45 Paris Saint Germain - Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner