Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
   mán 29. desember 2014 16:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Alfreð Finnboga: Lars hefur sett traustið á aðra
Alfreð í leik með Real Sociedad.
Alfreð í leik með Real Sociedad.
Mynd: Getty Images
Alfreð var á Íslandi í jólafríi.
Alfreð var á Íslandi í jólafríi.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Alfreð fagnar marki gegn Belgíu.
Alfreð fagnar marki gegn Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason mætti í skemmtilegt spjall um helgina í útvarpsþátt Fótbolta.net en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Alfreð skoraði tvö mörk fyrir Real Sociedad rétt fyrir jólafrí en gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum. Í upphafi viðtalsins var Alfreð spurður út í þetta hálfa ár sem hann hefur verið hjá spænska liðinu.

„Þetta hefur fyrst og fremst verið reynsla og verið mjög skemmtilegt. Það hefur þó sett strik í reikninginn að það hefur ekki gengið nægilega vel hjá liðinu sem er undir væntingum. Það hefur verið pressa á liðinu og væntingarnar að við spilum betur," segir Alfreð.

„Ég meiddist í byrjun og það tók lengri tíma en ég vonaðist eftir að komast inn í taktinn. Maður var vanur því að spila alla leiki og maður gat spilað sig í stand. Það vantaði að fá heilar 90 mínútur en ég var að fá þær þarna í lokin."

Hann segir það hafa verið mikinn létti að ná að skora.

„Ég var búinn að bíða lengi eftir þessu. Mörk hafa verið fókuspunktur í umfjöllun um mig undanfarin ár og hvert maður er að fara. Nú er maður kominn á stað þar sem maður vill vera og það var fyrst og fremst mikill léttir að ná að skora. Það hefur verið mikil umræða um þetta."

Moyes með túlk
Skotinn David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, tók við Sociedad eftir slæma byrjun liðsins og er Alfreð ánægður með hann.

„Hann er mjög fókuseraður og það snýst allt um að vinna. Hann kemur með mikla reynslu í þetta og er auðvitað búinn að vinna á hæsta leveli lengi og hann vill breyta ýmsu. Þetta tekur allt tíma. Hann hefur keyrt upp tempóið á æfingum og ég held að hans áhrif muni sjást eftir áramót. Hann kemur með margt inn í þetta sem hefur vantað," segir Alfreð en það er erfitt fyrir Moyes að eiga samskipti við þá leikmenn sem ekki tala ensku.

„Moyes er með túlk sem túlkar allt sem hann segir og það getur verið pínu steikt. En hann er kominn með nokkur orð í spænskunni og þetta er ekkert vandamál."

Sjálfur er Alfreð farinn að tala spænskuna vel og var ansi fljótur að læra málið. „Ég ákvað að setja mig strax inn í þetta. Ég kunni ítölsku fyrir og það eru mörg orð svipuð en málfræðin er öðruvísi. Ég er í tímum tvisvar í viku og það skilar sér," segir Alfreð sem líkar lífið á Spáni vel.

„Klúbburinn er rosalega mikilvægur í borginni og maður finnur fyrir stuðningi þegar maður er að labba um og svona. Ég finn aðallega fyrir stuðningi og fólk er að hvetja mann. Auðvitað eru alltaf einhverjir ósáttir og það er skiljanlegt miðað við gengið."

Lars hefur sett traustið á aðra
Þrátt fyrir velgengni á vellinum hefur Alfreð ekki verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu og að mestu verið á bekknum síðan Lars Lagerback var ráðinn.

„Það er auðvitað ekkert sérstakt að vera ekki að spila þó það sé auðvitað gaman að vera hluti af þessu liði og taka þátt í þessu. Auðvitað vill ég taka meiri þátt inni á vellinum, það gefur bara augaleið," segir Alfreð

„Í síðustu keppni fannst mér skrítið að það skipti engu máli hvað maður var að gera hjá sínu félagsliði, það var alltaf sama staðan hjá landsliðinu. Annars höfum við ekkert mikið rætt þetta, síðan hann (Lars) tók við hefur hann sett traust á aðra leikmenn en mig og ég þarf bara að sanna það þegar ég fæ tækifæri að hann hafi ekki rétt fyrir sér."

Hann var ónotaður varamaður í tapleiknum gegn Tékklandi þrátt fyrir að hafa skorað í vináttuleik gegn Belgíu nokkrum dögum áður.

„Það er alltaf svekkjandi (að fá ekkert að spila). Á þeim tímapunkti þurftum við að skora og taka áhættur. Það fannst mér skrítin ákvörðun en svona er þetta. Ég var staðráðinn í að nota Belgaleikinn og standa mig. Mjög verðugur andstæðingur og mér fannst við eiga flottan leik þar þó úrslitin hafi verið neikvæð," segir Alfreð.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Alfreð hér að ofan en þar ræðir hann einnig um markakóngstitilinn í Hollandi og þegar það leið yfir hann á verðlaunahátíð og fleira.
Athugasemdir
banner