Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 04. nóvember 2016 14:05
Magnús Már Einarsson
Sam Hewson má fara frá FH
Sam Hewson.
Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sam Hewson hefur fengið leyfi frá FH til að finna sér nýtt félag en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

„FH telur að það sé best fyrir mig að vera seldur þannig að ég geti farið að spila reglulega. Ég er sammála því, ég þarf á því að halda," sagði Sam við Fótbolta.net.

„Ég hef verið mjög ánægður hjá FH en ég hef verið óheppinn með meiðsli. Ég hef líka ekki spilað í minni stöðu. Stundum þarftu að leita annað og það er líklega best fyrir ferilinn minn núna."

Sam er miðjumaður en hann spilaði talsvert á kantinum hjá FH í sumar. Samtals lék hann tólf leiki í Pepsi-deildinni með Íslandsmeisturunum en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum.

Sam spilaði með Fram frá 2011 til 2013 áður en hann gekk í raðir FH. Áður en hann kom til Íslands var hann í varaliði Manchester United. Sam verður 28 ára síðar í þessum mánuði en hann vonast til að geta spilað áfram á Íslandi.

„Ég er opinn fyrir öllu en ég hef notið tímans á Íslandi og það heillar að vera áfram þar. Ég kann vel við fólkið á Íslandi og fótboltann," sagði Sam að lokum.

Sjá einnig:
„Scholes lét vita af sér á æfingum“ (Langt viðtal við Hewson árið 2014)
Athugasemdir
banner
banner