Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   sun 17. mars 2024 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Inter og Napoli gerðu jafntefli - De Rossi ætlar að koma Roma í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Milan er í öðru sæti
Milan er í öðru sæti
Mynd: EPA
Topplið Inter og ríkjandi meistarar Napoli gerðu 1-1 jafntefli í Seríu A á Ítalíu í dag.

Inter hefði getað náð sextán stiga forystu á toppnum með sigri en náði ekki að nýta sér það tækifæri.

Vængbakvörðurinn Matteo Darmian kom Inter vissulega yfir á 43. mínútu en Inter tókst ekki að halda út. Juan Jesus jafnaði þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þar við sat.

AC Milan vann á meðan Hellas Verona, 3-1. Theo Hernandez, Christian Pulisic og nígeríski vængmaðurinn Samuel Chukwueze skoruðu mörk Milan sem eru nú í öðru sæti, fjórtán stigum frá Inter.

Daniele De Rossi og lærisveinar hans í Roma eru ákveðnir í að komast í Meistaradeildina fyrir næsta tímabil.

Lorenzo Pellegrini skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri á Sassuolo og er Roma nú þremur stigum frá 4. sætinu, sem gefur þátttöku í Meistaradeild Evrópu.

Úrslit og markaskorarar:

Verona 1 - 3 Milan
0-1 Theo Hernandez ('44 )
0-2 Christian Pulisic ('50 )
1-2 Tijjani Noslin ('65 )
1-3 Samuel Chukwueze ('79 )

Inter 1 - 1 Napoli
1-0 Matteo Darmian ('43 )
1-1 Juan Jesus ('81 )

Roma 1 - 0 Sassuolo
1-0 Lorenzo Pellegrini ('50 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 34 16 5 13 42 35 +7 53
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Verona 34 7 11 16 31 44 -13 32
15 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner