Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   þri 17. maí 2016 21:32
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Víkingsvelli.
Óli Jó um Milos: Mér er fokkings sama hvað honum finnst
Óli Jó þurfti að sætta sig við stig í dag.
Óli Jó þurfti að sætta sig við stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld.

Valur var 1-0 undir í hálfleik en komst í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi stig seint í leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Valur

„Þetta er erfiður útivöllur á móti góðu liði þannig eitt stig er ásættanlegt, en auðvitað vildi maður ná í þrjú stig. Frammistaða okkar í dag var kannski ekki alveg til þess að ná í þrjú stig," sagði Ólafur eftir leikinn.

„Við spilum ekki nema annan hálfleikinn, við erum nánast ekki með í fyrri hálfleik og það er dýrt og dugar ekki á móti Víking. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik að við áttum eitthvað inni og urðum að gera betur og menn svöruðu því vel."

Milos Milojevic, þjálfari Víkings, sagði að Valur hefði byrjað að spila "kick and run" fótbolta í seinni hálfleiknum, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af. Ólafur gaf lítið fyrir þessi ummæli kollega síns.

„Mér er fokkings sama hvað honum finnst um þennan leik. Ég er bara ánægður með mína menn og sérstaklega með seinni hálfleikinn," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner