Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sættust á að deila stigunum
Leikmenn Genk voru sáttir með stigið
Leikmenn Genk voru sáttir með stigið
Mynd: Getty Images
Leikmenn Genk og Westerlo sættust á að gera jafntefli á síðustu mínútum í leik liðanna í belgísku úrvalsdeildinni í gær, en úrslitin komu sér vel fyrir bæði lið.

Fyrir leikinn vissi Genk að eitt stig myndi duga til að komast í meistarariðilinn á meðan Westerlo þurfti aðeins stig til þess að sleppa við fallriðilinn.

Staðan var 1-1 þegar lítið var eftir af leiknum en þá ákváðu leikmenn að hætta að spila boltanum af alvöru og fóru bara að ræða sín á milli inn á vellinum áður en dómarinn flautaði leikinn af.

Gleðin var augljóslega mikil hjá báðum liðum í leikslok en þetta verður að teljast afar svekkjandi fyrir Gent, sem hafnaði í 7. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Genk, en rétt missti af sæti í meistarariðilinn.

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í Leuven sluppu einnig við fallriðilinn með því að vinna dramatískan 1-0 sigur á Mechelen með sigurmarki undir lokin.


Athugasemdir
banner
banner