Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur áhyggjur af Stjörnunni - „Alveg nánast farinn að skammast mín"
Stjarnan hefur ekki heillað í upphafi tímabilsins.
Stjarnan hefur ekki heillað í upphafi tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjarnan er líklega það lið sem hefur valdið mestum vonbrigðum í upphafi Bestu deildarinnar en liðið er án stiga eftir tvo leiki og það er bara verðskuldað.

Þeir hafa engan veginn fundið sig í byrjun móts og töpuðu verðskuldað á heimavelli gegn KR síðasta föstudag 1-3, eftir að hafa tapað gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í fyrstu umferð

Stjörnunni var spáð þriðja sæti fyrir mót og það var jákvætt umtal í kringum liðið. Valur Gunnarsson, sérfræðingur Innkastsins, var mjög spenntur fyrir liðinu áður en tímabilið hófst og talaði afskaplega vel um það, en hann er ekki hrifinn af því sem hann hefur séð til þessa.

„Ég er alveg nánast farinn að skammast mín fyrir þessi 'take' sem ég var með í vetur. Ég horfði á þá í æfingaleikjum og undir lok síðasta tímabil. Mér fannst þeir geggjaðir og Jökull var að gera þvílíka hluti. Það var alls konar tilraunarstarfsemi sem virtist bara virka. Svo komum við inn í mótið og þetta er mesta 'basic shit' í heimi," sagði Valur í Innnkastinu.

„Ég er bara farinn að hallast að því að þeir hafi ofmetið mannskapinn sinn, eins og ég líka. Þegar þú lítur yfir liðin sem áttu að vera í kringum Stjörnuna þá fá þau öll stóran bita inn til að stuða hópinn og keyra þetta í gang. Þetta er rosalega flatt hjá Stjörnunni akkúrat núna."

„Það voru tvö lið sem heilluðu mig í þessari umferð. Það voru KR og Fylkir, en ég er farinn að hafa áhyggjur af Stjörnunni," sagði Valur jafnframt.

„Við þurfum að sjá miklu meira frá Hilmari Árna og Emil, þeirra lykilmönnum fram á við," sagði Sæbjörn Steinke í þættinum.

Valur vonar að Stjarnan nái að koma sér í gang en næsti leikur liðsins er gegn Val annað kvöld. Það verður afar fróðlegur leikur, svo sannarlega.

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér að neðan.
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Athugasemdir
banner
banner