Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 19. júní 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fenerbache að kaupa leikmannn frá Mónakó
Nabil Dirar.
Nabil Dirar.
Mynd: Getty Images
Tyrkneska stórliðið Fenerbache hefur staðfest að vera nálægt því að kaupa kantmanninn Nabil Dirar frá Mónakó.

Hinn 31 árs gamli Dirar hefur verið hjá Mónakó frá 2012 og hefur spilað 167 leiki fyrir félagið og skorað 12 mörk.

„Við erum búnir að ná samkomulagi við Dirar og Mónakó," segir í yfirlýsingu frá Fenerbache.

Dirar, sem er fjölhæfur leikmaður, er mættur til Istanbúl og mun skrifa undir þriggja ára samning í vikunni.

„Ég er stoltur að fá tækifæri til að spila fyrir stórt félag eins og Fenerbache," sagði Dirar við sjónvarpsstöð Fenerbache.

Fenerbache ætlar að styrkja sig fyrir næsta tímabil eftir að hafa þurft að sætta sig við þriðja sætið í tyrknesku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner