Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 22:33
Brynjar Ingi Erluson
Hareide: Ég vissi að Albert yrði mikilvægur fyrir okkur
Icelandair
Åge Hareide
Åge Hareide
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög ánægður. Mér fannst strákarnir gera vel og þeir lögðu hart að sér þó það hafi ekki endilega allt verið gott en vinnuframlagið og hæfni sumra leikmanna var mögnuð. Við þurftum smá heppni líka og við spiluðum hana svolítið með okkur í liði, en við skorum mörg mörk og höfum heppnina með okkur sömuleiðis,“ sagði Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við Stefán Árna Pálsson á Stöð 2 Sport eftir 4-1 sigurinn á Ísrael í undanúrslitum EM-umspilsins í Búdapest.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Albert Guðmundsson skoraði þrennu og Arnór Ingvi Traustason eitt í þessum magnaða sigri.

Íslenska liðið lenti undir þegar Eren Zahavi skoraði úr vítaspyrnu en kom til baka áður en hálfleikurinn var úti.

„Við höfum verið með góðar æfingar og þetta er góður hópur, sem stendur saman. Þeir misstu ekki hausinn og héldu áfram, við klúðruðum færi og fáum á okkur víti. Allt fór gegn okkur en þeir breyttu því og það er mjög vel gert hjá liðinu og gott fyrir andann fyrir næsta leik.“

Albert Guðmundsson var í essinu sínu í leiknum en hann kom að öllum mörkum liðsins í endurkomu sinni með landsliðinu.

„Frábær. Ég hef séð alla leiki hans hjá Genoa og hann er að standa sig vel þar. Ég vissi að hann yrði okkur mikilvægur fyrir okkur ef hann gat spilað, sem var auðvitað spurningin, en við erum ánægðir að hann gat komið til baka og spilað með okkur. Ég vona allt fari með okkur í næsta leik,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner