Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paquetá um rannsóknina: Hef hjálpað eins mikið og ég get
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paquetá hefur verið undir rannsókn fyrir mögulegt veðmálabrot síðustu mánuði og segist vera að gera sitt besta til að hjálpa við rannsóknina.

Hinn 26 ára gamli Paqueta er undir rannsókn af enska knattspyrnusambandinu vegna veðmála frá Brasilíu sem tengjast gulum spjöldum sem leikmaðurinn hefur fengið í enska boltanum. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA er sagt vera viðriðið málið.

„Það eru sjö mánuðir síðan rannsóknin hófst og ég hef hjálpað eins mikið og ég get. West Ham hefur alltaf staðið við bakið á mér og ég er ánægður með að vera hérna, ég vona að ég geti hjálpað félaginu að komast í góða stöðu í úrvalsdeildinni," segir Paquetá.

Paqueta er lykilmaður í liði West Ham United og á hann 42 landsleiki að baki fyrir Brasilíu. Hann er í landsliðshópnum sem spilar vináttuleiki við England og Spán í landsleikjahlénu.

West Ham borgaði tæplega 40 milljónir punda til að kaupa Paqueta frá Lyon í ágúst 2022 og átti hann lykilþátt í að tryggja liðinu sigur í Sambandsdeild Evrópu í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner