Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 12:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Uppfært líklegt byrjunarlið eftir tíðindin af fyrirliðanum
Icelandair
Jóhann Berg ekki með.
Jóhann Berg ekki með.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hákon eða Ísak á miðjunni?
Hákon eða Ísak á miðjunni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirhugaður fyrirliði fyrir leikinn gegn Ísrael, verður ekki með í kvöld vegna meiðsla á læri.

Eðli málsins samkvæmt var hann í líklegu byrjunarliði Íslands í leiknum hér á Fótbolti.net.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Líklegast er að annað hvort Hákon Arnar Haraldsson eða Ísak Bergmann Jóhannesson taki stöðu Jóhanns við hlið Arnórs Ingva Traustasonar á miðjunni.

Hákon var á kantinum í líklegu byrjunarliði hér á Fótbolta.net og ef hann færist inn á miðjuna er líklegast að Arnór Sigurðsson komi inn á kantinn en Jón Dagur Þorsteinsson gerir einnig sterkt tilkall.

Eins og fjallað var um í upphafi vikunnar er hörð samkeppni milli Kolbeins Finnssonar og Guðmundar Þórarinssonar um vinstri bakvarðarstöðuna og spurning hvor þeirra verður í byrjunarliðinu í leiknum í kvöld. Guðmundur byrjaði gegn Portúgal í síðasta leik og stóð sig vel og þar á undan hafði Kolbeinn staðið sig vel í liðinu.


Athugasemdir
banner
banner