Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 21. apríl 2018 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Raggi og Sverrir spiluðu en Björn var ekki með
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rússneska Íslendingaliðið Rostov gerði jafntefli við Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason voru í fimm manna varnarlínu Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson var ekki með þar sem hann var að glíma við minniháttar meiðsli.

Ekvadorinn Christian Noboa kom Rubin yfir á 40. mínútu og staðan var 1-0 fyrir heimamenn eftir fyrri hálfleikinn. Um miðjan seinni hálfleikinn jafnaði Sergei Parshivlyuk fyrir Rostov, 1-1.

Lokatölurnar 1-1 og er Rostov með 31 stig í 11. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar.

Eftir flotta byrjun hjá Rostov dalaði gengið mjög og þegar þrír leikir eru eftir er liðið í fallhættu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner