Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
föstudagur 3. maí
Úrvalsdeildin
Luton 1 - 1 Everton
Bundesligan
Hoffenheim 1 - 1 RB Leipzig
Bundesliga - Women
Wolfsburg 5 - 1 Koln W
Serie A
Torino 0 - 0 Bologna
La Liga
Getafe 0 - 2 Athletic
banner
sun 21.apr 2024 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 1. sæti

Í dag hefst Besta deild kvenna!

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Valur muni standa uppi sem Íslandsmeistari í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Valur endaði með fullt hús stiga í þessari kosningu.

Valskonum er spáð meistaratitlinum.
Valskonum er spáð meistaratitlinum.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda er af mörgum talin vera best í deildinni.
Amanda er af mörgum talin vera best í deildinni.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íris Dögg Gunnarsdóttir og Katie Cousins komu frá Þrótti.
Íris Dögg Gunnarsdóttir og Katie Cousins komu frá Þrótti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk verður mikilvæg í varnarleiknum.
Anna Björk verður mikilvæg í varnarleiknum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir er mjög efnilegur leikmaður.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir er mjög efnilegur leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nadía Atladóttir kom frá Víkingi.
Nadía Atladóttir kom frá Víkingi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir kom til baka á síðasta tímabili eftir að hafa eignast sitt annað barn.
Fanndís Friðriksdóttir kom til baka á síðasta tímabili eftir að hafa eignast sitt annað barn.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós Ágústsdóttir lyftir Lengjubikarnum.
Berglind Rós Ágústsdóttir lyftir Lengjubikarnum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Valsliðið í sumar?
Hvað gerir Valsliðið í sumar?
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spáin:
1. Valur, 100 stig
2. Breiðablik, 89 stig
3. Þór/KA, 69 stig
4. FH, 64 stig
5. Stjarnan, 62 stig
6. Þróttur R., 60 stig
7. Víkingur R., 45 stig
8. Tindastóll, 25 stig
9. Fylkir, 22 stig
10. Keflavík, 14 stig

Um liðið: Valur var langbesta lið Bestu deildarinnar í fyrra og var í raun aldrei spurning hvaða lið myndi enda sem meistari. Það hefur reynst erfitt að stoppa Val undanfarin ár og hefur liðið fagnað Íslandsmeistaratitlinum þrjú ár í röð. Það er krafa á Hlíðarenda að titillinn komi í hús fjórða árið í röð.

Þjálfarinn: Pétur Pétursson er þjálfari Vals og hann er auðvitað algjör goðsögn í íslenskum fótbolta. Var lengi atvinnumaður og landsliðsmaður í fótbolta. Hann hefur svo gert góða hluti sem þjálfari en hann hefur stýrt Valsliðinu frá árinu 2017 með frábærum árangri. Pétur hefur unnið marga titla með Val og unnið flott starf á Hlíðarenda. Hann hefur líka verið mikill talsmaður kvennaboltans síðustu ár og verið leiðandi í allri baráttu gegn misrétti. Honum til aðstoðar eru Hallgrímur Heimisson og Adda Baldursdóttir.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Jón Stefán Jónsson og Lilju Dögg Valþórsdóttur til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Lilja, sem er fyrrum leikmaður Vals, KR og fleiri félaga fer yfir það helsta hjá Valskonum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Styrkleikar: Það eru fá lið í deildinni eins vel mönnuð eins og Valsliðið. Hópurinn hefur sannarlega gengið í gegnum miklar breytingar frá síðasta tímabili en það kemur varla að sök þar sem liðið virðist geta sópað til sín nánast þeim leikmönnum sem þau vilja í staðinn. Pétur Pétursson er svo að fara inní sitt 6. tímabil með liðið og hann og þjárarateymi hans hafa góða reynslu í að vinna með nokkuð breytta hópa á milli ára. Einstaklingsgæðin innan liðsins eru mikil en liðið er líka vel þjálfað og leikmenn vita sín hlutverk.

Veikleikar: Liðið hefur stundum átt í erfiðleikum með að loka leikjum á móti liðum í neðri hluta deildarinnar sem liggja mikið til baka, gefa fá færi á sér og spila fast. Þá reynir á þolinmæði leikmanna og svo að nýta færin vel þegar þau gefast. Þá hefur verið smá bras að fylla í skarðið sem Lára Kristín Pedersen skildi eftir sig á aftarlega á miðjunni. Það voru einnig gríðarleg vonbrigði fyrir liðið að missa Örnu Sif í erfið meiðslum rétt fyrir tímabilið. Hún hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár og það er meira en að segja það að fylla skarð hennar bæði í varnarlínunni og eins í föstum leikatriðum.

Lykilmenn: Amanda Jacobsen Andradóttir býr yfir miklum gæðum, bæði taktískt og tæknilega. Hún kom inn á miðju tímabili í fyrra og var fljót að sýna hvað í henni býr. Hún verður sá leikmaður sem önnur lið þurfa helst að reyna að stöðva til að koma í veg fyrir sóknaruppbyggingu Valskvenna. Talandi um leikmenn sem önnur lið þurfa að stöðva þá er Katherine Amanda Cousins ekki síður hættuleg. Tæknilega frábær og auðveldlega í topp þremur yfir bestu erlendu leikmenn sem hafa leikið í deildinni síðustu ár. Anna Björk Kristjánsdóttir er gríðarlega leikreynd og mun fá aukna ábyrgð í að stýra varnarlínu liðsins eftir að Arna Sif meiddist. Anna Björk mun fá það hlutverk að stjórna mikið breyttri varnarlínu liðsins en hún hefur löngu sýnt það að hún er fullfær um það.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir er mikið efni sem kom til liðsins frá Haukum, þar sem hún er uppalin. Hún var dugleg að skora fyrir Haukaliðið í 2. deildinni í fyrra og þá hefur hún nú þegar spilað nokkuð marga leiki með yngri landsliðunum okkar. Eftir tímabilið í fyrra fór Ragnheiður og æfði með U20 ára liði Wolfsburg svo það er ljóst að það er ýmislegt í þessa stelpu spunnið. Verður gaman að fylgjast með henni í deild þeirra bestu.

Komnar:
Camryn Paige Hartmann frá Bandaríkjunum
Hailey Allende Whitaker frá Finnlandi
Helena Ósk Hálfdánardóttir frá Breiðabliki
Íris Dögg Gunnarsdóttir frá Þrótti R.
Jasmín Erla Ingadóttir frá Stjörnunni
Katie Cousins frá Þrótti R.
Málfríður Erna Sigurðardóttir frá Stjörnunni
Nadía Atladóttir frá Víkingi
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir frá Haukum
Lillý Rut Hlynsdóttir frá FH (var á láni)
Snæfríður Eva Eiríksdóttir frá Aftureldingu (var á láni)

Farnar
Ásdís Karen Halldórsdóttir til Noregs
Bryndís Arna Níelsdóttir til Svíþjóðar
Hanna Kallmaier til FH
Arna Eiríksdóttir til FH
Ída Marín Hermannsdóttir til FH
Lára Kristín Pedersen til Hollands
Þórdís Elva Ágústsdóttir til Svíþjóðar
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir til Þróttar
Haley Berg til Tyrklands
Laura Frank til Danmerkur
Lise Dissing til Noregs
Málfríður Anna Eiríksdóttir til Danmerkur
Hildur Björk Búadóttir í Gróttu
Birta Guðlaugsdóttir til Víkings
Jana Sól Valdimarsdóttir í HK
Bryndís Eiríksdóttir í Þór/KA (á láni)
Eva Stefánsdóttir í Fram (á láni)
Glódís María Gunnarsdóttir í Hauka (á láni)
Kolbrá Una Kristinsdóttir í Gróttu (á láni)
Snæfríður Eva Eiríksdóttir í Aftureldingu (á láni)
Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir í KR (á láni)



Dómur Lilju fyrir gluggann: Það er auðvitað alltaf vont að missa marga leikmenn en hjá liði eins og Val er það kannski óhjákvæmilegt þar sem góðir leikmenn geta notað veru sína þar eins og nokkurs konar stökkpall út í atvinnumennsku. Þetta snýst þá í raun meira um það hvernig félagið og þjálfarateymið vinna með þessar mörgu og öru breytingar. Eins og ég nefndi hér að ofan þá held ég að teymið í kringum liðið sé nokkuð sjóað í því og það sást á undirbúningstímabilinu. Svo á liðið inni leikmenn eins og Elísu Viðarsdóttur, sem kemur á einhverjum tímapunkti til baka eftir barnsburð, líklegast fyrr en seinna ef allt gengur upp hjá henni, og Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur sem missti af öllu tímabilinu í fyrra vegna meiðsla. Eins eru líkur á að Málfríður Anna Eiríksdóttir komi til baka úr námi frá Danmörku og spili eitthvað með liðinu. Svo samkeppnin verður hörð og glugginn gæti þá í raun ekki hafa verið mikið betri svo ég gef þessu 9.

Fyrstu fimm leikir Vals:
21. apríl, Valur - Þór/KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
27. apríl, Þróttur R. - Valur (AVIS völlurinn)
2. maí, Valur - Víkingur R. (n1-völlurinn Hlíðarenda)
8. maí, Keflavík - Valur (HS Orku völlurinn)
14. maí, Valur - Tindastóll (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Í besta og versta falli: Í besta falli ganga spár flestra eftir og Valur vinnur sinn fjórða Íslandsmeistaratitil í röð. Ef illa fer endar liðið í 2. sæti. Það er ekki mikið flóknara en það.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hulda Mýrdal, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson, Steinke.
Athugasemdir
banner