Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 22. mars 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein laus staða í enska liðinu: Hver er besti kosturinn?
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: Getty Images
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: EPA
Það styttist í Evrópumótið en Englendingar eru taldir sigurstranglegir fyrir mótið.

Og það er skiljanlegt þegar horft er á liðið þeirra, það er ógnarsterkt.

En það virðist vera ein staða sem er ákveðin óvissa í fyrir mótið sem er framundan.

Það er ljóst að Jordan Pickford verður í markinu. Svo ertu með Harry Maguire og John Stones í hjarta varnarinnar. Kyle Walker verður hægri bakvörður og líklegt er að Luke Shaw verði í vinstri bakverði ef hann verður heill. Annars spilar væntanlega Kieran Trippier þar.

Svo eru þeir með Jude Bellingham, Declan Rice, Bukayo Saka, Phil Foden og Harry Kane þar fyrir framan. Það vantar einn leikmann þarna inn sem getur annað hvort spilað á miðju eða á kantinum. Ef það er kantmaður, þá getur Foden farið inn á miðsvæðið.

Vefmiðillinn Goal setti saman lista yfir 14 leikmenn sem gætu tekið þetta verkefni að sér og er það raðað niður eftir því hver sé besti kosturinn, frá besta kostinum og niður í þann fjórtánda.

Svona er listinn:
14. Mason Mount (Man Utd)
13. Jordan Henderson (Ajax)
12. Kalvin Phillips (West Ham)
11. Marcus Rashford (Man Utd)
10. Jack Grealish (Man City)
9. Eberechi Eze (Crystal Palace)
8. Conor Gallagher (Chelsea)
7. Anthony Gordon (Newcastle)
6. Jarrod Bowen (West Ham)
5. James Maddison (Tottenham)
4. Kobbie Mainoo (Man Utd)
3. Curtis Jones (Liverpool)
2. Cole Palmer (Chelsea)
1. Trent Alexander-Arnold

Að mati Goal er Alexander-Arnold hinn fullkomni kostur við hlið Rice og Bellingham á miðsvæðinu. Hann hefur lengst af á sínum ferli spilað sem bakvörður en virðist henta afar vel inn á miðsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner