Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 22. mars 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Spilaði ekki með landsliðinu í tvö ár - „Stefnt að þessu svo ógeðslega lengi"
Icelandair
Draumurinn að spila fyrir Ísland.
Draumurinn að spila fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég ekkert að pæla í því, mig langar bara að reyna vinna, sama hvort að hann spilar eða ég - eða hver sem er.
Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég ekkert að pæla í því, mig langar bara að reyna vinna, sama hvort að hann spilar eða ég - eða hver sem er.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Íslands í gær og var það hans annar byrjunarliðsleikur í röð og sá þrettándi á tíu ára landsliðsferli.

Gummi, eins og hann er oftast kallaður, hafði ekkert spilað í síðustu undankeppni fyrr en hann fékk kallið gegn Portúgal í lokaleiknum og þótti standa sig vel. Hann ræddi við íslenska fjölmiðla eftir leikinn í gær. Hann var spurður hvernig hefði verið að koma aftur inn í liðið. Fyrir leikinn gegn Portúgal hafði Gummi ekki spilað með landsliðinu síðan í nóvember 2021.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Ég er búinn að stefna að þessu svo ógeðslega lengi, fékk smá 'run' á tímabili (undankeppni HM 2022), svo datt ég aðeins út úr þessu aftur. Þrautseigjan, ekki gefast upp, það er að skila sér. Það er ótrúlegt að spila fyrir Ísland, draumurinn í rauninni. Þannig það er frábært að vera kominn í úrslitaleik um sæti á EM, gerist ekki mikið betra, nema bara komast á EM auðvitað."

Finnur ekki fyrir samkeppni
Fyrir leik var erfitt að rýna í hvort Gummi yrði í byrjunarliðinu eða Kolbeinn Finnsson sem byrjaði flesta leikina í undankeppninni. Hvernig metur Gummi samkeppnina?

„Þegar ég spila fyrir Ísland þá finn ég ekki fyrir neinni samkeppni, maður er bara að spila fyrir þjóðina sína og reyna gera alla í kringum sig stolta. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég ekkert að pæla í því, mig langar bara að reyna vinna, sama hvort að hann spilar eða ég - eða hver sem er. Það er í alvörunni þannig. Ég get alveg viðurkennt að hjá félagsliði er þetta mikilu meiri samkeppni, maður vill spila alla leiki, en hérna vill maður bara að liðið vinni og áfram gakk."

Ísland komst með sigrinum í gær í úrslitaleik um sæti á EM. Í úrslitaleiknum mætir Ísland liði Úkraínu í pólsku borginni Wroclaw á þriðjudagskvöld.
Gummi Tóta vill sjá fólk í Póllandi: Tólfti maðurinn skiptir máli
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Athugasemdir
banner
banner