Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 22. október 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnleifur: Framtíðin er björt með Svilar í markinu
Svilar gerði stór mistök gegn Manchester United.
Svilar gerði stór mistök gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, hefur trú á því að Mile Svilar muni ná langt á ferli sínum.

Svilar varð yngsti markvörðurinn í sögu Meistaradeildarinnar þegar hann lék með Benfica gegn Manchester United í síðustu viku.

Gunnleifur er mikill stuðningsmaður og fór í viðtal þar sem hann talaði um ást sína á portúgalska félaginu.

Í viðtalinu var hann spurður út í hinn 18 ára gamla Svilar sem gerði mistök í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni. Benfica tapaði 1-0 gegn Manchester United eftir skondið mark Marcus Rashford.

„Stuðningsmenn Benfica geta hlakkað til framtíðarinnar vegna þess að markvarðarstaðan er í góðum höndum með Svilar. Hann fékk góða reynslu gegn Manchester United," sagði Gunnleifur.
Athugasemdir
banner
banner