Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 23. mars 2024 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Walker fór haltrandi af velli eftir tuttugu mínútur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kyle Walker, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, gæti verið frá næstu vikur eftir að hann meiddist í landsleik Englands og Brasilíu í kvöld.

Walker var fyrirliði Englendinga í kvöld en hann entist þó aðeins í tuttugu mínútur á vellinum áður en hann meiddist.

Varnarmaðurinn fór haltrandi af velli vegna meiðsla aftan í læri.

Englendingurinn er mikilvægur hluti af liði Manchester CIty, sem er í harðri titilbaráttu við Arsenal og Liverpool.

Walker reyndi að halda leik áfram en þurfti að fara af velli og kom Ezri Konsa inn í hans stað.

Það mun koma betur í ljós á næstu dögum hvort meiðslin séu af alvarlegum toga en þetta kemur á versta tíma.

Man City mætir Arsenal í næstu umferð á Etihad-leikvanginum, en sá leikur fer fram næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner