Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 23. september 2014 17:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 1. deild: Annað árið vill oft vera erfiðara
Leikmaður 22. umferðar - Viktor Unnar Illugason (HK)
Viktor Unnar hefur verið öflugur með HK.
Viktor Unnar hefur verið öflugur með HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Unnar og Guðmundur Magnússon.
Viktor Unnar og Guðmundur Magnússon.
Mynd: Heimasíða HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Unnar Illugason hefur átt mjög gott tímabil með HK en hann lauk því með sigurmarki gegn BÍ/Bolungarvík fyrir vestan í lokaumferðinni. Hann er síðasti leikmaður umferðarinnar í 1. deild þetta sumar.

„Þetta var fínn leikur og við byrjuðum hann ágætlega. Svo fengum við á okkur klaufalegt víti en í seinni hálfleik gáfum við í og unnum leikinn," segir Viktor Unnar en sigurmarkið var sérlega glæsilegt.

„Það var nokkuð flott mark. Ég fékk útspark frá Beiti og boltinn skoppaði svona á vítateigshorninu hægra megin, ég varð eiginlega að taka hann utanfótar með vinstri og ég hitti boltann mjög vel svo hann fór í stöngina og inn."

HK-ingar eru nýliðar í deildinni og var þeim spáð falli fyrir tímabil.

„Þetta tímabil hefur gegnið vonum framar. Við sjálfir bjuggumst við að þetta yrði erfitt eftir að við töpuðum 10-1 fyrir FH. Þá leit þetta ekki allt of vel út. Svo byrjuðum við sumarið vel og við vorum samstilltir. Eftir að við vorum komnir nálægt toppsætunum þá er samt pínulítið fúlt að hafa endað í sjötta sæti," segir Viktor sem er samningsbundinn HK út næsta tímabil.

„Ég býst fastlega við því að vera áfram hjá HK eins og staðan er núna. Vonandi getum við bætt aðeins við okkur af leikmönnum og haldið þeim sem eru á láni. Við reynum bara að gera betur en annað árið vill oft vera erfiðara."

HK lék heimaleiki sína í sumar inni í Kórnum í Kópavogi en það var ansi umdeild ákvörðun.

„Það kom vel út og við töpuðum bara einum leik þarna inni. Á móti vorum við kannski óvanari því að spila úti á grasi í vondu veðri. En miðað við hvernig veðurfarið á Íslandi er þá var þetta fínt og ég er ánægður með þessa ákvörðun. Ég skil samt alveg að mörgum fannst æfingaleikjabragur yfir því að spila inni."

Sjá einnig:
Leikmaður 21. umferðar - Hilmar Trausti Arnarsson (Haukar)
Leikmaður 20. umferðar - Eiríkur Ingi Magnússon (Leiknir)
Leikmaður 19. umferðar - Hallur Flosason (ÍA)
Leikmaður 18. umferðar - Agnar Darri Sverrisson (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 17. umferðar - Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Leikmaður 16. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Leikmaður 15. umferðar - Guðmundur Magnússon (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Leikmaður 13. umferðar - Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 12. umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner