Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 11. ágúst 2014 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1. deild: Búið að ákveða að ég fengi ekki tækifæri
Leikmaður 15. umferðar: Guðmundur Magnússon (HK)
Guðmundur og Viktor Unnar Illugason hressir eftir sigurinn en báðir settu þrennu.
Guðmundur og Viktor Unnar Illugason hressir eftir sigurinn en báðir settu þrennu.
Mynd: Heimasíða HK
Guðmundur í stúkunni.
Guðmundur í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér fannst leiðinlegt hvað ég fékk ekkert almennilegt tækifæri til að sanna mig eftir meiðslin.
,,Mér fannst leiðinlegt hvað ég fékk ekkert almennilegt tækifæri til að sanna mig eftir meiðslin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það gekk nánast allt upp. Þeir mættu eiginlega ekki til leiks og við gengum á lagið í seinni hálfleik," sagði Guðmundur Magnússon leikmaður HK sem er leikmaður 15. umferðar í 1.deild karla.

Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 6-0 sigri á Selfossi. HK er í 3. sæti deildarinnar með 25 stig, fimm stigum á eftir ÍA.

Fáránleg byrjun á seinni hálfleiknum
,,Þetta var ekki leiðinlegt. Sérstaklega þar sem við lögðum upp með að halda hreinu og við vissum að við myndum fá færi. Við náðum að skora eitt mark fyrir hálfleik og síðan var þetta fáránleg byrjun á seinni hálfleiknum," sagði Guðmundur en HK skoraði þrjú mörk á fyrstu sex mínútum seinni hálfleiks og komust þar með í 4-0.

Guðmundur var lánaður til HK í félagsskiptaglugganum frá Fram og hefur nú skorað fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir Kópavogsliðið.

,,Mér hefur liðið mjög vel og ég get eiginlega ekki beðið um það betra. Það mætti halda að ég hafi verið hjá HK í mörg ár. Mér hefur verið tekið vel af öllum hjá félaginu," sagði Guðmundur sem segist ekkert blóta því að hafa þurft að taka skrefið niður á við í 1. deildina.

,,Það er alltaf gott að taka eitt skref aftur á bak til að ná tveimur skrefum fram. Ég var ekki að fá tækifæri hjá Fram og ég þurfti því að skoða hvaða möguleikar væru til staðar. Það var greinilega búið að ákveða það hjá Fram að ég fengi ekki tækifærið í maí og ég hefði því viljað fara þaðan þá, fyrst þeir höfðu ekki not fyrir mig. Ég get ekki verið að erfða það eitthvað. Ég verð bara að halda áfram og reyna standa mig," sagði Guðmundur sem meiddist í vetur og missti þar af leiðandi hluta af undirbúningstímabilinu með Fram.

Trú á að Fram rífi sig upp
,,Mér fannst leiðinlegt hvað ég fékk ekkert almennilegt tækifæri til að sanna mig eftir meiðslin," sagði Guðmundur sem fékk einungis tækifæri í þremur leikjum með Fram í Pepsi-deildinni. Hann segir að það sé erfitt að horfa upp á Fram í fallbaráttunni í Pepsi-deildinni.

,,Ég hef fulla trú á að þeir nái að rífa sig upp. Ég er þó meira að hugsa um sjálfan mig og reyna standa mig hjá HK og reyna bæta mig sem leikmann. Síðan verð ég að sjá hvað Framarnir vilja gera eftir tímabilið og tek síðan ákvörðun um framhaldið."

Það verður toppslagur í 1. deildinni á föstudaginn þegar liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar mætast í Kórnum.

,,Þetta er einn af úrslitaleikjunum sem eftir eru. Ef við spilum eins og gegn Selfossi þá eigum við að eiga séns. Skaginn er með hörkulið og það verður ekkert gefið í þeim leik. Það verður gaman að vinna þennan leik og koma sér í alvöru baráttu á toppnum. Það opnar líka tækifæri fyrir önnur lið. Það verður leiðinlegt ef Leiknir og ÍA verða búin að stinga af þegar það eru sex umferðir eftir af deildinni," sagði Guðmundur Magnússon leikmaður umferðarinnar að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 14. umferðar - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Leikmaður 13. umferðar - Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 12. umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Athugasemdir
banner
banner