Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 18. ágúst 2014 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1. deild: Við erum ein fjölskylda
Leikmaður 16. umferðar: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Hilmar Árni er leikmaður 16. umferðar.
Hilmar Árni er leikmaður 16. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Leiknis skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir lið sitt á föstudaginn þegar Leiknir hélt sigurgöngu sinni áfram með 2-1 sigri gegn KA á heimavelli.

Hilmar Árni er leikmaður 16. umferðar 1. deildar karla.

Ranglega dæmt mark af KA
,,Við vorum að spila gegn virkilega góðu liði. Við byrjuðum leikinn mjög vel og skoruðum frekar snemma. Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik. Það er mark dæmt af þeim sem er líklega rangur dómur, eða ekkert líklega. Það var rangur dómur. Fyrir utan það áttum við góðan fyrri hálfleik og ég hefði viljað sjá okkur skora fleiri mörk," sagði Hilmar Árni sem Leiknismenn voru 2-0 yfir í hálfleik. KA minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik en lengra komust þeir ekki.

,,Við lentum í því í seinni hálfleik að þurfa verjast og við lögðumst aðeins aftar á vellinum. Þeir pressuðu aðeins á okkur eins og gengur að gerist þegar það er mikið undir og tvö góð lið að mætast. Maður getur ekki sótt allan leikinn en við stóðumst áhlaup þeirra ágætlega og náðum að halda þetta út," sagði Hilmar Árni sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt með Leikni undanfarin ár í 1. deildinni, nú horfir við þeim bjartari tímar enda er liðið með ansi góða stöðu í 1. deildinni.

,,Við höfum gengið í gegnum þroskandi tímabil, bæði toppbaráttu og fallbaráttu. Þegar við gengum í gegnum toppbaráttuna síðast vorum við með frekar ungt lið og ég held að við séum allir að eldast og þroskast. Ég held að andlega hliðin sé orðin töluvert sterkari núna en þá," sagði Hilmar Árni sem segir það skipta miklu máli að hafa haldið sama kjarnanum í liðinu, undanfarin ár.

,,Við þekkjum vel inn á hvorn annan. Við erum allir bestu vinir innan sem utan vallar og það hjálpar til. Við erum eins og ein fjölskylda."

Aldrei komið til greina að yfirgefa Leikni
Hilmar Árni segir það ekki hafa komið til greina af sinni hálfu að freista gæfunnar með öðru liði í Pepsi-deildinni á þessu tímabili.

,,Það hefur ekki komið til greina hingað til. Hingað til hef ég verið Leiknismaður og ég tek þátt í þeim verkefnum sem liðið hefur verið í. Þetta lítur mjög vel út núna og við höfum staðið okkur frábærlega í allt sumar. Vonandi heldur það áfram. Það er hinsvegar nóg eftir af mótinu. Við verðum að halda áfram þessu góða gengi og ef við gerum það í næstu leikjum sem eru mjög mikilvægir, þá förum við upp."

Vissi ekki að Sindri gæti skorað
Hilmar Árni og Sindri Björnsson eru lang markahæstir í liði Leiknis í sumar. Hilmar Árni hefur skorað átta mörk en hinn 19 ára, Sindri Björnsson hefur skorað 12 mörk. Hans fyrstu meistaraflokks mörk á ferlinum.

,,Ég er virkilega ánægður fyrir hans hönd. Hann hefur verið mikilvægur fyrir okkur í sumar. Ég vissi alltaf að það byggju miklir hæfileikar í honum en ég vissi ekki að hann gæti skorað svona mikið. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá honum og vonandi heldur hann áfram á sömu braut."

,,Við værum ekki á þessum stað í deildinni ef ekki væri fyrir hans mörk. Það er þó frammistaða liðsins sem skiptir mestu máli. Varnarleikurinn er búinn að vera gríðarlega öflugur og það er fyrst og fremst sem við einblínum á," sagði Hilmar Árni Halldórsson að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 15. umferðar - Guðmundur Magnússon (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Leikmaður 13. umferðar - Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 12. umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner