Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 10. september 2014 16:15
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 1. deild: Enginn skandall að þessu sinni
Leikmaður 20. umferðar - Eiríkur Ingi Magnússon (Leiknir)
Eiríkur Ingi og félagar fagna sæti í Pepsi-deildinni.
Eiríkur Ingi og félagar fagna sæti í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiríkur hefur komið sterkur inn í lið Leiknis.
Eiríkur hefur komið sterkur inn í lið Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hægri bakvörðurinn Eiríkur Ingi Magnússon í Leikni er leikmaður 20. umferðar 1. deildar. Þessi öflugi leikmaður átti mjög góðan leik þegar Breiðhyltingar tryggðu sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni með 2-1 sigri gegn Þrótti.

Mikil gleði brutust út þegar flautað var af á Leiknisvelli þar sem um 900 áhorfendur voru mættir.

„Tilfinningin var frábær. Þetta hafði legið í loftinu lengi og við ætluðum í raun að klára þetta í Ólafsvík í umferðinni á undan. Það var samt sætara að klára þetta svona, á heimavelli fyrir framan alla stuðningsmennina. Stemningin var frábær og þessi dagur heilt yfir var glæsilegur," segir Eiríkur.

Freyr Alexandersson, annar þjálfari Leiknis, gaf mönnum grænt ljós á að sleppa sér í fögnuði eftir að þessi áfangi var í höfn. Ekki var brotist inn í Breiðholtslaugina eins og átti sér stað eftir að liðið varð Reykjavíkurmeistari í fyrra.

„Það var alveg vel tekið á því og fagnað fram á nótt. Það var samt enginn skandall sem átti sér stað, engin sundlaugaferð eða þannig. Menn bara skemmtu sér vel og höfðu gaman."

Strax tilbúinn í þetta verkefni
Leiknisliðið hefur sýnt mikinn stöðugleika og verið í efsta sætinu nánast allt tímabilið.

„Allt liðið sem heild hefur sýnt mikinn stöðugleika. Við höfum spilað vörnina vel og fengið fá mörk á okkur, sérstaklega í fyrri hlutanum. Við fengum fyrsta markið á okkur í 6. umferð. Það skilaði sér og skipti miklu máli þegar upp var staðið," segir Eiríkur sem er að spila sitt fyrsta sumar með Leikni en hann kom frá KF síðasta vetur.

„Samningurinn minn við KF rann út síðasta haust og þá höfðu Freyr og Davíð (Snorri Jónasson) samband og sýndu mér áhuga. Ég var tilbúinn strax í þetta verkefni og hikaði ekki við að ganga til liðs við félagið. Þetta sumar hefur gengið framar vonum fyrir mig persónulega. Ég meiddist í janúar og var meiddur þar til við fórum til Spánar."

En er hann farinn að átta sig almennilega á því að liðið er komið upp í Pepsi-deildina?

„Ég get ekki sagt það. Þetta mun koma smám saman held ég. Þegar við byrjum aftur í haust þá fer þetta kannski að síast betur inn. Núna erum við bara að klára í 1. deildinni og ætlum að einbeita okkur að því að klára það almennilega," segir Eiríkur.

Sjá einnig:
Leikmaður 19. umferðar - Hallur Flosason (ÍA)
Leikmaður 18. umferðar - Agnar Darri Sverrisson (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 17. umferðar - Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Leikmaður 16. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Leikmaður 15. umferðar - Guðmundur Magnússon (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Leikmaður 13. umferðar - Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 12. umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner