Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 26. ágúst 2014 08:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 1. deild: Mætingin verið handónýt
Leikmaður 18. umferðar - Agnar Darri Sverrisson (BÍ/Bolungarvík)
Agnar Darri átti flottan leik gegn Selfossi.
Agnar Darri átti flottan leik gegn Selfossi.
Mynd: Aðsend mynd
Agnar í leik á Ísafirði.
Agnar í leik á Ísafirði.
Mynd: Sportmyndir.com
Agnar Darri kemur á lánssamningi frá Víkingi Reykjavík. Hann lék 11 leiki í Pepsi-deildinni í sumar.
Agnar Darri kemur á lánssamningi frá Víkingi Reykjavík. Hann lék 11 leiki í Pepsi-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BÍ/Bolungarvík er á góðu skriði í 1. deildinni en liðið hefur unnið alla þrjá leikina sem Agnar Darri Sverrisson hefur spilað síðan hann kom á láni frá Víkingi Reykjavík.

Djúpmenn eru komnir sex stigum frá fallsætum eftir 2-1 sigur gegn Selfossi. Agnar skoraði sigurmarkið í leiknum og er leikmaður 18. umferðar í 1. deild. Hann segir sigurinn hafa verið verðskuldaðan.

„Við vorum óheppnir að vera ekki með meiri forystu í hálfleik. En við byrjuðum seinni hálfleikinn alveg skelfilega og fengum á okkur mark sem vakti okkur til lífsins. Við drulluðum inn einu marki og náðum að halda forystunni til enda. Þetta var ekki okkar besti leikur en það er alltaf sterkt að henda í þrjá punkta þegar spilamennskan er ekki upp á hundrað," segir Agnar Darri.

„Ég er mjög sáttur með þær mínútur sem ég hef spilað fyrir skástrikið í sumar. Nema auðvitað rauða spjaldið sem ég fékk á móti Haukum, mér fannst það full harkalegur dómur fyrir meinlausa tæklingu. En sá leikur var rosalegur og vægast sagt eitt stórt „skuespil" fyrir áhorfendur."

Barði í sig kjark til að tala við Óla Þórðar
Hvernig kom það til að hann fór á lán hjá BÍ/Bolungarvík?

„Ég fann það að ég var að færast aftar í goggunarröðinni hjá Víking vegna þess að í glugganum voru keyptir nokkrir útlendingar. Það er spurning hvort það hafi verið svona „tveir fyrir einn“ tilboð í gangi. Á þriðja síðasta degi gluggans var ég búinn að ákveða að fara á lán. Svo eftir æfingu var ég að berja í mig kjark til þess að tilkynna Óla Þórðar tíðindin. Svo allt í einu kallar Óli á mig og spyr mig hvort ég vilji ekki fara á lán. Ég var meira en til í það og sé alls ekki eftir því að hafa farið til Djúpmanna enda ekkert nema eintómir snillingar sem spila með liðinu, svo ég tali nú ekki um þessa höfðingja sem stjórna þessu batteríi."

„Mitt aðal markmið er að halda áfram að bæta mig sem knattspyrnumaður. Það sem ég tók fyrst eftir hjá BÍ/Bolungarvík var liðsheildin. Menn leggja sig fram fyrir hvorn annnan og setja eigin hagsmuni í annað sæti. Það er klárlega stór þáttur í gengi liðsins upp á síðkastið," segir Agnar Darri.

Grenivík fallegasti staður landsins
Hann lék með Magna á Grenivík 2011 og 2013.

„Amma og afi búa á Grenivík og þar þekki ég hvern einasta kjaft. Aðal ástæðan fyrir því að ég fór í Magna var sú að ég vildi spila fótbolta innan um fullorðna karlmenn í staðinn fyrir að vera í 2. flokki. Fyrir utan það að vera fallegasti staður landsins þá býr Grenivík einnig yfir þeim allra hörðustu stuðningsmönnum sem ég hef spilað fyrir."

Að lokum vildi hann koma eftirfarandi skilaboðum til dómara og stuðningsmanna Djúpmanna.

„Ég vil biðja alla dómara landsins um að „chilla" aðeins á pullunni og spara flautuna. Einnig vil ég biðja fólk á Vestfjörðum um að rífa sig upp af rassgatinu og mæta á leiki hjá Skástrikinu, mætingin hefur verið handónýt það sem af er sumri. Annars er ég gríðarlega sáttur með þessa korter-tuttugu manns sem hafa verið að styðja við bakið á okkur."

Sjá einnig:
Leikmaður 17. umferðar - Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Leikmaður 16. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Leikmaður 15. umferðar - Guðmundur Magnússon (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Leikmaður 13. umferðar - Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 12. umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner